Thursday, February 19, 2009

Sló skjaldborg um sjálfan sig


Hreinn P. Njálsson, jarðfræðingur, tók til sinna ráða í kreppunni fyrir nokkrum dögum. "Já, það er alltaf verið að slá skjaldborg um hitt og þetta í kreppunni þannig að ég tók bara fram gamla víkingaskjöldinn", segir Hreinn í viðtali. "Allt hefur gengið mun betur eftir þetta, maður er ekki nærri jafn berskjaldaður gagnvart vöxtum og háu matarverði....hehe svoleiðis nær sko ekki í gegnum skjaldborgina mína."

Aðspurður segist Hreinn taka skjöldinn með sér hvert sem hann fer. "Jájá, heldur betur. Ég tek hann með í búðir og sérstaklega þegar ég fer í bankann, þessi ruslaralýður sem er alveg á kúpunni ætti fara að mínu fordæmi. Ég hristi bara skjöldinn framan í gjaldkerann ef hann reynir að klína upp á mig vaxtagreiðslum eða öðrum ófögnuði af því tagi."

Hreinn segist ennfremur ekki hafa lent í alvarlegum útistöðum vegna skjaldarins. "Nei, ekki enn sem komið er. Ég fór í bíó um daginn og tók auðvitað skjöldinn með. Þar voru nokkir sem reyndu að mótmæla og vísa mér á dyr. Ég spurði bara á móti hvort ert það þú eða ég sem er að borða ódýrt poppkorn ha? Þetta er bara spurning um að slá um sig skjaldborg."

Wednesday, March 12, 2008

Í University of Massachusetts Medical School

Undanfarinn mánuð hef ég verið í valnámi á háskólaspítala UMass Medical School í Worcester sem er rétt fyrir utan Boston. Dvölin hefur verið alveg frábær. Á myndinni eru Dr. Iida og Dr. Hyatt sem eru báðir sérfræðingar og hafa séð um að kenna mér og leiðbeina. Ég er svo á leiðinni til New York þar sem ég verð í viku. Ekki slæmt það.

Thursday, May 17, 2007

Litli vinur


Það er til bátur í Stykkishólmi sem heitir "Litli vinur". Líklega myndi hann heita "Lille ven" á hinum norrænu tungumálunum.




Monday, May 14, 2007

Ársskýrsla Landspítala - háskólasjúkrahúss





Þessi mynd er í nýrri ársskýrslu LSH fyrir árið 2006. Auðvitað var kallinn með á myndinni. Myndin tengist umræðu um nýja spítalann sem á að rísa á svæðinu sem sést í bakgrunninum.

Thursday, May 10, 2007

Héraðslækningar í Stykkishólmi


Ég hef undanfarna daga verið að leysa af á St. Franciskusspítala og heilsugæslunni í Stykkishólmi. Það hefur verið mjög gaman og lærdómsríkt.



Hérna er ég við sjúkrabílinn sem merktur er Akranesi. Ekki spyrja mig afhverju. En þetta er gamli sjúkrabíllinn. Hinn er nýrri og miklu flottari.


Hérna er ég fyrir utan spítalann.


Á stofunni.

Í röntgenherberginu.


Í sáraherberginu.

Sunday, March 18, 2007

Stórslysaæfing læknanema


Læknanemar við HÍ voru með stórslysaæfingu í gær í Öskjuhlíðinni. Sett var upp flugslys þar sem yngri árin léku sjúklinga og eldri nemar voru við björgunar- og lækningastörf. Sjúklingarnir voru meðal annars baðaðir í gerviblóði og í rifnum og tættum fötum. Nokkrir aðilar frá Hjálparsveit Skáta voru með í leiknum og einnig læknir frá slysa- og bráðadeild Landspítalans.

Þetta var svaka stuð. Morgunblaðið mætti á svæðið og fréttin kom á mbl.is. Hérna má lesa fréttina. Á myndinni sjást ég (þessi með húfuna) og Sigurgeir Trausti á 6. ári hlúa að einum "stórslösuðum" sjúklingi.


Tuesday, February 20, 2007

Gaman í Geilo


Það var rosa fjör í Geilo. Ráðstefnan heppnaðist vel og þar var margt mjög áhugavert til umfjöllunar. Það var líka mjög skemmtilegt á skíðum. Gott færi og frábærar brekkur. Í lokin á ráðstefnunni var "wetlab" þar sem við fengum að sauma gervihjartalokur í svínshjörtu undir handleiðslu sérfræðinganna.


Íslensku ráðstefnukrakkarnir. Frá vinstri: Steinn, ég, Hannes, Sæmi og Guðrún Fönn.



Bjarni Torfason yfirlæknir kennir mér og Guðrúnu handtökin við að sauma í hjarta.