Friday, June 02, 2006

Já, komið þið sæl. Ég ætla að byrja aftur að blogga. Ný síða, nýtt útlit. Ég hef ákveðið að byrja nýja bloggið á því að vitna í einhver fallegustu orð sem hafa verið skrifuð á íslensku. Þetta er úr Sjálfstæðu fólki eftir Laxness. Bjartur í Sumarhúsum virðir fyrir sér bæjarstæðið sitt og talar við hundinn sinn:

"Og Bjartur í Sumarhúsum geingur um í sjálfs síns túni, rannsakar vallgrónar rústirnar, athugar steinana í stekkjarveggjunum, rífur í huganum og byggir upp aftur samskonar bæ og hann er fæddur í og uppalinn fyrir austan heiði.
Það er ekki alt komið undir risinu, segir hann upphátt við tíkina, einsog hann hefði hana grunaða um að gera sér of háar hugmyndir. Þú getur haft mig fyrir því, að frelsið er meira vert en lofthæðin í bænum, enda hef ég unnið fyrir því í átján ár. Sá maður sem sjálfur á sína jörð, hann er sjálfstæður maður í landinu. Einginn hefur yfir honum að segja. Ef ég dreg fram mínar kindur og stend í skilum frá ári til árs, - þá stend ég í skilum; og hef dregið mínar kindur fram. Nei, það er frelsið í landinu sem við erum öll að sækjast eftir, Títla mín. Sá sem stendur í skilum er konúngur. Sá sem dregur fram sínar kindur býr í höll."


En annars hef ég undanfarna mánuði gert lítið annað en lesið læknisfræði. Lesið tíu, tólf eða fjórtán tíma á dag. Ég hef þessvegna lítið getað fylgst með þjóðmálaumræðunni og lítið getað hugsað um annað en það sem stendur í kennslubókunum. Þetta námsár var mjög erfitt. Ekki jafnerfitt og klásus gamli forðum en kemst samt nokkuð nálægt því. Ég lagði mig allan fram og svona langur lestur og langvarandi álag hefur einkennileg áhrif á líkamsstarfsemina. Ég hélt á tímabili að ég væri orðinn klikkaður. En þökk sé góða leshópnum á Barónstígnum, allt fór vel.

1 Comments:

Blogger Ally said...

Vel mælt Dr. Sverrir
........og þakka þér sömuleiðis;)

2:27 AM  

Post a Comment

<< Home