Saturday, June 03, 2006

Deilt um keisarans skegg: Hárgreiðsla Tom Hanks í Da Vinci Code

Mér finnst það athyglisvert að umræðan um stórmyndina sem "allir hafa beðið eftir" og gerð var eftir einni mest seldu skáldsögu undanfarrina ára skuli snúast um hárið á Tom Hanks. Spurningarnar sem brenna á vörum fólks eru: Er hann með hárkollu eða ekki? Er hann með of há kollvik? Er óþolandi að horfa á hárið á honum þegar það er greitt svona aftur og getur hann verið með svona hár en verið samt með svona há kollvik? Vangaveltur sem þessar hef ég heyrt oftar en einusinni. Fjölmiðlar skrifa um hárgreiðsluna, fólk talar um hárgreiðsluna en ég hef fáa heyrt tala um innihald myndarinnar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home