Sunday, June 04, 2006

Skilgreining á kaldhæðni III

En til þess að geta klárað söguna þá verð ég að segja frá því að Vilhelmína var einnig mjög gjörn á að láta nemendur skilgreina hitt og þetta. Maður mátti aldrei spyrja hana að neinu án þess að hún gripi frammí fyrir manni og spyrði mann snöggt um að skilgreina hugtakið sem maður var að spyrja um. Ef maður var t.d. að spyrja hana um osmósu, þá myndi hún strax grípa frammí fyrir manni og segja: "Skilgreindu osmósu!"

Þorvaldur Hrafn Yngvason, sem þá var líka bekkjarfélagi minn gerði mikið grín að þessum skilgreiningarlátum í Vilhelmínu. Hann var farinn að herma eftir henni í tíma og ótíma og biðja mann um að skilgreina hitt og þetta. Og núna kemur að því sem mig langaði svo að segja frá.

Það var í einum líffræðitímanum þegar Vilhelmína er dreifa glósum og Árni verður mjög pirraður á blöðunum og getur ekki haldið lengur í sér. Hann spyr hana hátt og með pirringstón í röddinni: "Vilhelmína, áttu ljósritunarvél?" Og þá, eiginlega áður en Árni náði að klára spurninguna, grípur Þorvaldur frammí fyrir honum og segir: "Árni, skilgreindu ljósritunarvél!"

0 Comments:

Post a Comment

<< Home