Sunday, June 04, 2006

Þessi færsla var of stór fyrir bloggkerfið þannig að ég varð að birta þetta í þremur bútum.

Skilgreining á kaldhæðni I

Í nótt dreymdi mig einhverja bölvaða vitleysu. Í daumnum reyndi ég meðal annars að skilgreina hugtakið "kaldhæðni". Ég reyndi hvað ég gat að koma sem skýrustu orðum að því hvað kaldhæðni rauverulega þýddi en án árangurs, mér tókst það ekki. En áður en ég reyndi að skilgreina hugtakið tók ég það fram að það væri aðeins á færi skarpgreindustu manna að skilgreina kaldhæðni. Ég varð fyrir vonbrigðum með sjálfan mig. Ekki eins klár og ég hélt.

En ég held að mig hafi dreymt þetta vegna þess að ég hef áður spurt félaga mína hvort þeir gætu skilgreint kaldhæðni. Ég hafði nefnilega varpað fram þessari þraut í eldhúsinu á Barónsstíg og auðvitað með þeim inngangi að það væri aðeins á færi greindustu manna að... og allt það. Og mér algerlega að óvörum þá svaraði Ásthildur bekkjarsystir mín spurningunni á örskotsstundu, eiginlega á þess að þurfa að hugsa sig um: "Það er þegar þú segir eitt en meinar annað". Mig setti hljóðan. Ásthildur hafði skilgreint kaldhæðni á nóinu, bara einn, tveir og bamm komin með skilgreininguna.

Ég stóð bara orðlaus yfir hæfileikum Ásthildar og mér datt ekki einu sinni til hugar að véfengja skilgreininguna. En núna hef ég áttað mig á því að skilgreiningin er ófullkomin. Í hana vantar þáttinn um fyndnina sem felst í kaldhæðni. Þannig að nú ætla ég að bæta við skilgreininguna: "Það er þegar þú segir eitt en meinar annað í fyndni". Og nú er ég aldeilis ánægður með sjálfan mig. Mér tókst að skilgreina kaldhæðni, með örltítilli hjálp samt, og ætti því að geta talið sjálfan mig meðal mjög skarpgreindra manna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home