Monday, June 05, 2006

Ákveðið að kaupa hillur og rykið strokið af.

Dagurinn í dag fór meðal annars í tiltekt. Ég var búinn að ferja allar bækurnar mínar af lesstofunni á Barónsstígnum inn í herbergið mitt. Þetta er ekkert smá mikið af bókum og möppum, ég komst varla inn í herbergið með þetta. Ég fékk líka strax skipun frá mömmu um að koma þessu fyrir á öðrum stað. Ég þurfti að rökræða svolítið við hana en við mættumst á miðri leið og ákveðið var að kaupa hillu. Í vændum er sumsé verslunarferð í IKEA.

Svo ryksugaði ég hálfa íbúðina á móti systur minni sem ryksugaði hinn helminginn. Svo þurrkaði ég líka af inni hjá mér. Ég held að ég hafi aldrei séð jafnmikið af ryki á ævinni. Ég hef bara einusinni áður séð svona mikið af ryki og það var þegar ég var í eldgömlum strætisvagni sem var fullur af ryki. En núna er líka mjög gott andrúmsloft í herberginu mínu. Gott að geta dregið að sér andann án þess að hósta eins og berklasjúklingur.

2 Comments:

Blogger Ari Eldjárn said...

Já, ryk er sérkennilegt fyrirbæri. Var einmitt að lesa mér til um það þegar ég rak augun í þessa grein, skemmtileg tilviljun. Svo virðist sem sum frumstæð þjóðfélög hafi notað ryk sem gjaldmiðil því þeir álitu það vera heilagt en allt fór svo á annan endann þegar allir áttu nóg af monní og óðaverðbólga hófst. Á endanum keypti einn frumbygginn sér ryksugu og varð rosalega valdamikill en þá var hinum nóg boðið og þeir settu löggjöf sem takmarkaði rykhald því það gekk ekki að ,,hinir fátækari yrðu enn fátækari á meðan hinir ryku yrðu enn rykari." Upp frá þessu varð til málshátturinn: "Margur verður af ryki api." Vil einnig benda á nýja færslu mína ,,Bitið fast í rykið" á bloggsíðunni minni.

8:00 AM  
Blogger Dr. Sverrir said...

Ég er sammála því sem Steinn segir í kommentinu á síðunni þinni. Ég er sammála síðasta ræðumanni. Ég þoli ekki söngleiki. Og þetta hefur verið hræðileg uppfærsla sem þú fórst á. Ég hefði miklu frekar vilja sjá... tja... ummm.... jaaa... já bara Hatt og Fatt í Möguleikhúsinu við Hlemm!

7:38 AM  

Post a Comment

<< Home