Tuesday, June 06, 2006

Stjórnmálin í upplausn

Þá hefur garmurinn hann Halldór Ásgrímsson sagt af sér. Hann tók ákvörðun um að víkja og ætlaði málinu friðsamlegan endi, velja nýjan formann án þess að lítið bæri á. Núna er hver höndin upp á móti annarri. Framsóknarmenn skiptast á að stinga hver annan í bakið. Menn hafa uppi ummæli sem vart gætu talist sæmandi milli manna sem eru í sama flokknum. Valgerður treystir ekki Guðna og Guðni virðist sár út í Halldór. Kannski eru særindin ný af nálinni en líklegra er að þau eigi sér eldri orsakir og blossi núna upp sem nokkurs konar uppgjör. Finnur Ingólfsson kom fram á sjónarsviðið en varð að draga sig í hlé. Hann var ekki jafnvinsæll og Halldór gerði ráð fyrir en ef til vill hefur Finnur ekki viljað hætta sér út á blóðugan vígvöllinn.

Ég mun ekki sakna Halldórs. Og ég myndi heldur ekki sakna Framsóknarflokksins þó að hann færi allur. Ég held að það séu nýir tímar í vændum og að Framsókn verði að herða tökin og mynda sér skýrari og nútímalegri stefnumál. Hagsmunir bænda eru ekki í tísku. Frelsið er í tísku og það gerir til dæmis kröfur um viðskiptaumhverfi sem er laust við verndartolla og styrki sem tryggja afkomu bænda en viðhalda háu matarverði.

Nú er lag fyrir Framsóknarflokkinn sem hefur verið eins og úlfur í sauðargæru. Byggja nýjan flokk frá grunni eða bara pakka saman og sökkva skútunni í bænda-styrkja-verndartolla-stóriðju-lóni.

3 Comments:

Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Mikid ertu duglegur ad blogga! Færsla næstum daglega, anægdur med thetta.. bjarki

2:41 PM  
Blogger Dr. Sverrir said...

Takktakk. Ég er líka að reyna að koma þessu kommentakerfi í gang og líka að endurbæta síðuna eitthvað.

4:36 AM  
Blogger Ari Eldjárn said...

Já það er spurning hvað er hægt að gera við Framsóknarflokkinn...er ekki bara hægt að setja hann á Netið?

7:49 AM  

Post a Comment

<< Home