Tuesday, August 15, 2006

Í víking


Jæja nú ætlar strákurinn að skella sér til útlanda á morgun. Ég er að fara til Flórída. Höstla gellur á ströndinni og svona, tja... vonandi eru þetta ekki alltsaman krumpukellingar og ellilífeyrisþegar þarna á hrukkuströndinni (wrinkle beach). En það má reyna. Enda strákurinn orðinn helmassaður, búinn að massa sig upp fyrir ferðina, skorinn dauðans og með sixpakkið jájá. Með svarta beltið í kúng fú og meiraprófið á barinn, masterspróf í rugli og strax kominn í tómt tjón með Visa. Þetta er allt að smella. Svo verður það bara dancing with girlies á diskótekunum alltsaman í boði Budweiser og Vodka RedBull. Ég er líka búinn að kaupa hjólhýsi, safna hellaðri mottu (yfirvaraskeggi) og kominn í hlýrabolinn, tilbúinn í rednekkinn. Þetta verður rosalegt.

2 Comments:

Blogger Rustakusa said...

Góða ferð, og ekki svelgjast á sílikoninu :-)
..og ekki hrasa um bótoxið !

7:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Úff hvað það var of æðislegt í þessari ferð.
En þó ávallt gaman að koma heim og setjast á skólabekkinn á ný eftir brill sumar.
Kellogs - kaski.
Heiða

11:51 AM  

Post a Comment

<< Home