Thursday, August 03, 2006

Sokkar

Ég fór um daginn að kaupa mér sokka. Lagði leið mína í Útilíf í Glæsibæ, Pumabúðina á Laugarvegi og búðina sem var áður Nike-búðin á Laugarvegi. Ég keypti þrenna Puma sokka, þrenna Nike sokka og þrenna sokka af óþekktri tegund, sem eru svona wannabe fínir sokkar en eru í rauninni bara drasl. Allir sokkarnir voru svartir á litinn.

Fæturnir mínir eru þannig gerðir að þeir passa stundum í skónúmer 42 en þess á milli í númer 43. Einu skórnir sem hafa passað nákvæmlega á mig voru Adidas skór sem ég átti einusinni og þeir voru númer 42 og tveirþriðju. Þeir pössuðu alveg akkúrat nákvæmlega á bífurnar á mér. Það er eins og að Guð hafi lokið sköpunarverkinu með því að segja
.... hummmm já..... ætli þetta sé ekki bara komið..... nei alveg rétt það er eitt í viðbót.... þessi þarna Sverrir á að passa í skó númer 42 og tveirþriðju og engir aðrir skór eiga að passa honum jafnnákvæmlega og akkúrat þeir.

En, allavega. Þessir sokkar sem ég keypti mér voru til í stærðum sem greinilega henta ekki mínum bífum. Sokkarnir voru annaðhvort til í númerum 39-42 eða þá í númerum 43-46. Og til þess að vera viss um að fá einhverja sokka sem myndu passa á mig þá skipti þessu þannig að Nikesokkarnir voru af minni gerðinni og Pumasokkarnir og draslsokkarnir af stærri gerðinni.

Svo fór ég heim og mátaði sokkana. Nike sokkarnir voru of litlir og allir hinir sokkarnir voru of stórir. Nike sokkarnir voru ekkert ofsalega óþægilega litlir, þeir voru bara of litlir. En stóru sokkarnir, og sérstaklega draslsokkarnir, voru ofsalega óþægilega alltof stórir. Ef ég fer í stóru sokkana þannig að hælarnir eru á réttum stað þá eru tærnar langt frá því að ná allaleið fram í sokkana þannig að langur bútur lafir framyfir. Þessi bútur sem lafir framyfir sveiflast til þegar ég geng og ég hef nokkrum sinnum stigið á hann og verið þannig næstum dottinn um sjálfan mig. En ef dreg sokkana alveg upp, þá ná þeir alveg upp að hnjám og jafnvel yfir hnén og þá líður mér eins og brjáluðum Skota eða Línu Langsokk.

12 Comments:

Blogger Ally said...

Sverrir þú ert ekki í lagi;)

9:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

hey! Hvaða diss er þetta á "brjálaða skota" ???? :)

En vertu feginn að nota ekki skó nr.49,5 eins og minn maður. Það er hausverkur.

Þú ert vel af Guði gerður, sérpantað eintak.

4:07 AM  
Blogger Dr. Sverrir said...

skó númer 49,5!!! Það er rosalegt... það er svona eins og að fara í skóbúð og segja hei ég ætla að fá stærstu skó sem þið eigið og það hljómar sko eins og brjálaður skoti :)

skoti skaut skota með skoti og þá kom annar skoti og spurði hvaða andskotans skoti skaut skota með skoti. en það er nú önnur saga.

7:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já, það er ekkert auðvelt að fá skó í þessum númerum..
en, þegar maður fæðist 21,5 mörk..þá má kannski búast við svona bífum :)

Og annað..skotinn er fluttur heim á Frónið til okkar, þannig að það fer að koma að því að þið Heiða komið í heimsókn áður en við förum í útlandið öll saman ;)

8:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

Herðu já við verðum að taka eina skota heimsókn til ykkar áður en við förum til Flóró!ég kem í skotapilsinu mínu.
En svo hittumst við náttúrulega líka í afmælinu hans afa á þriðjudaginn, þá get ég sýnt Skotanum hvað ég er kann marga brandara og er með flottan skoskan hreim.
Ps, á Flórída verður það:
Sófi - strönd - Bud - motta - hvítur hlírabolur - strönd - victoria´s secret - Bud - Strawberry margarita - Strönd - Dr. Gunni team - Kók m klökum - kók í nös - Bud - sea world.

Heiða

8:43 AM  
Blogger Dr. Sverrir said...

bíddu ertu þá að meina að sniffa kóka kóla í nösina með röri einsog bjáni?

8:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Neinei bara taka fimm þúsund kalla ryksuguna á þetta.
Svo verður veisla, það verður veisla, svokölluð ís-veisla einn daginn.
Einnig verða rútuferðir einu sinni í viku í boði pabba, þvert yfir Bandaríkin.
Heidi

9:39 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hann fer á fund í Englandi frá þriðjudegi til sunnudags..þannig að hann missir af afa klafa afmælinu :(
En þið eruð alltaf velkomin í heimsókn..

Og by the way Sverrir, ég hef enga mynd fundið :S erum við að renna út á tíma...við megum ekki klikka á djókinu.....

3:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þú veist, að ef þú þværð sokkana í þvottamaskínu eða með þvottabretti þá skreppa þeir saman.

7:18 AM  
Blogger Dr. Sverrir said...

Nei, ég er ansi hræddur um að það gangi ekki.

9:15 AM  
Anonymous generic cialis said...

I, of course, a newcomer to this blog, but the author does not agree

9:30 PM  
Anonymous sexy spanking stories said...

He had the girl turn in place, bend well forward at the hips to steady herself with hands braced on her thighs, so that she was forced to stick back her well made bottom towards the face of the hungry Mr Moto. Unfortunately,there wasnt a damn thing she could do that wouldnt bring kids who werelikely to arrive on the scene anyway.
family sex stories
interracial insemination stories
young gay first time sex stories
gay cafe stories
teen boy sex stories
He had the girl turn in place, bend well forward at the hips to steady herself with hands braced on her thighs, so that she was forced to stick back her well made bottom towards the face of the hungry Mr Moto. Unfortunately,there wasnt a damn thing she could do that wouldnt bring kids who werelikely to arrive on the scene anyway.

7:23 PM  

Post a Comment

<< Home