Brúðkaupsveislan
Ég fór í brúðkaupsveislu á laugardaginn. Doddi (Þóroddur Ingvarsson, nýútskrifaður læknir) og Allý (Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir, læknanemi og læknisfrú) voru gefin saman um miðjan maí síðastliðinn. Veislan var svo haldin s.l. laugardag á bænum Indriðastöðum í Borgarfirði.
Dagskráin hófst um miðjan daginn. Veislugestum var skipt í tvö lið og svo var farið í leiki. Liðin fengu nöfnin “Naglarnir” og “Ógurlegir”. Ég var einn Ógurlegra. Hvatningarorð Ógurlegra var: “Koma svo Ógurlegir!” og það að drundi í fjöllunum þegar þetta var öskrað. Við köstuðum öxum, hlupum boðhlaup, klifruðum upp þverhníptan vegg og vörpuðum bocciakúlum. Boðhlaupið var þannig að maður átti að hlaupa átta hringi í kringum keilu og ennið átti að snerta keiluna allan tímann. Við þetta urðu keppendur afar ringlaðir og það vakti mikinn fögnuð þegar þeir reyndu að hlaupa til baka eftir snúningana. Menn ýmist lögðust í grasið, kollsteyptust eða hlupu í vitlausa átt. Svo fór að Naglarnir unnu nokkuð afgerandi sigur. Ógurlegir tóku þó tapinu með reisn.
Eftir kappleikina var boðið upp á hressingu í hesthúsinu. Menn köstuðu mæðinni og gæddu sér á kaffi og meðþví. Og á meðan gestir sötruðu kaffið unnu gestgjafar og aðstoðarmenn þeirra hörðum höndum að því að gera allt tilbúið fyrir hápunkt veislunnar sem var glæsilegur kvöldverður í hlöðunni.
Í hlöðunni voru langborð og búið að dekka fyrir um hundrað manns eða svo. Á veggjunum voru trjágreinar þar sem maður átti að hengja litla hjartalaga miða með skilaboðum til brúðhjónanna. Allt mjög fallegt, pent og sætt. Þá var svið fyrir skemmtiatriði og tjald fyrir videosýningu í sitthvorum enda salarins. Á þessu tjaldi var giftingin sjálf sýnd í allri sinni lengd. Brúðhjónin höfðu látið taka hana upp á DVD eins og þykir víst móðins í dag.
Einu veitti ég sérstaka eftirtekt. Það voru stólarnir við langborðin, sem voru æðifjölbreytilegir að gerð og lögun. Þarna voru viðarstólar, plaststólar, stólar með áföstum púðum og meira að segja bekkir. Í eitthvert skiptið þegar ég var að fá mér sæti þá var ég að fylgjast með einni gamalli konu sem sat í plaststól. Hún var að kalla á litla stelpu og segja henni að koma til sín. Gamla konan sagði: “Komdu hérna til mín og sestu hérna hjá mér í eggjabikarinn.” Og þegar hún hafði sleppt orðinu fór ég að hugsa. Ég endurtók í huganum það sem hún hafði sagt. Komdu hérna og sestu hérna hjá mér í eggjabikarinn? Hvaða fjandans eggjabikar var sú gamla að tala um? Svo varð mér litið á stólinn sem hún sat í. Ég virti hann fyrir mér um stundarsakir. Þegar ég svo áttaði mig á því að stóllinn var alls ekki svo frábrugðinn eggjabikar að lögun, og í rauninni bara alveg eins og eggjabikar, þá veinaði ég úr hlátri, innan í mér. Ég vildi ekki móðga þá gömlu og nennti ekki að útskýra fyrir sessunautunum að ég væri að hlæja að gamalli konu í stól sem væri alveg einsog eggjabikar.
Aðalréttir kvöldsins voru grillað svínakjöt og lambakjöt. Hvorttveggja fannst mér bragðast frábærlega, sérstaklega lambið. Og á meðan kvöldverðurinn var snæddur fóru fram skemmtiatriði og ræðuhöld. Ræðan hans Baldurs (aka Bóbó, bróðir Dodda) stóð uppúr og myndskeiðið sem fylgdi í kjölfarið var afbragðs skemmtun.
Svo enduðu öll herlegheitin með balli þar sem þrusugóð sveitaballahljómsveit lék fyrir dansi. Einhver lítil frænka í fjölskyldunni tók lagið með bandinu við gríðarlegan fögnuð og var síðan klöppuð upp. Hún tók lagið “Á tjá og tundri” með Sálinni og bókstaflega átti salinn.
Um miðja nóttina þegar ég var að fá mér frískt loft úti í náttúrunni heyrði ég allt í einu hrópað HRRRRRRRÚÚÚÚÚÚÚÚTUR. Þetta var karlmannsrödd og áherslan var á “ú-ið”. Mér fannst einhvern veginn eins og að þetta hlyti að vera útlendingur sem væri að kalla. Svo heyrði ég þetta aftur og ég fór að svipast um. Ekki leið á löngu fyrr en ég fann hávaðasegginn sem var færeyskur töffari að nafni Flóvin. Ég hafði spjallað við hann fyrr um daginn og kunni ágætlega við kappann. Ég gekk upp að honum og spurði hversvegna hann væri að hrópa þetta HRÚTUR um miðja nótt.
- Jú, sagði hann, HRRRRRÚÚÚÚÚÚÚÚTUR, mig langar svo í súrsaða hrútspunga.
Svo hrópaði hann HRÚTUR nokkrum sinnum í viðbót og mig verkjaði í magann af hlátri. Þessar samræður okkar Flóvins enduðu með því að ég sagði honum að móðir mín væri frábær kokkur og kynni að elda súrsaða hrútspunga. En að því er ég best veit hefur mamma aldrei eldað súrsaða hrútspunga og hefur óbeit á þorramat. Þannig að ég veit ekki afhverju ég var að blanda henni í málið. En ég toppaði þetta svo með því að gefa Færeyingnum tölvupóstfangið hennar mömmu. Ég skrifaði það meira að segja niður á blað fyrir hann. Hann sagðist pottþétt ætla að hafa samband.
HHRRRRRRRRRRRRRÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚTUR.
Og svo einhvern tímann seint um nóttina skreið maður inn í tjald. Það var nístingskuldi og ég fór í svefnpokann. Þegar ég vaknaði var ég klæddur flíspeysu og húfu að ofan en nærbuxunum einum að neðan.
Svo keyrðum við heim snemma daginn eftir með viðkomu í sundlauginni í Borgarnesi og KFC í Mosó. Og ég er alveg sammála honum Ingvari (pabbi Dodda og Baldurs) sem sagði einhvern tímann í lokin á veislunni að þetta hefði ekki bara verið yndislegt... heldur mjög yndislegt. Takk fyrir mig.
Ég fór í brúðkaupsveislu á laugardaginn. Doddi (Þóroddur Ingvarsson, nýútskrifaður læknir) og Allý (Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir, læknanemi og læknisfrú) voru gefin saman um miðjan maí síðastliðinn. Veislan var svo haldin s.l. laugardag á bænum Indriðastöðum í Borgarfirði.
Dagskráin hófst um miðjan daginn. Veislugestum var skipt í tvö lið og svo var farið í leiki. Liðin fengu nöfnin “Naglarnir” og “Ógurlegir”. Ég var einn Ógurlegra. Hvatningarorð Ógurlegra var: “Koma svo Ógurlegir!” og það að drundi í fjöllunum þegar þetta var öskrað. Við köstuðum öxum, hlupum boðhlaup, klifruðum upp þverhníptan vegg og vörpuðum bocciakúlum. Boðhlaupið var þannig að maður átti að hlaupa átta hringi í kringum keilu og ennið átti að snerta keiluna allan tímann. Við þetta urðu keppendur afar ringlaðir og það vakti mikinn fögnuð þegar þeir reyndu að hlaupa til baka eftir snúningana. Menn ýmist lögðust í grasið, kollsteyptust eða hlupu í vitlausa átt. Svo fór að Naglarnir unnu nokkuð afgerandi sigur. Ógurlegir tóku þó tapinu með reisn.
Eftir kappleikina var boðið upp á hressingu í hesthúsinu. Menn köstuðu mæðinni og gæddu sér á kaffi og meðþví. Og á meðan gestir sötruðu kaffið unnu gestgjafar og aðstoðarmenn þeirra hörðum höndum að því að gera allt tilbúið fyrir hápunkt veislunnar sem var glæsilegur kvöldverður í hlöðunni.
Í hlöðunni voru langborð og búið að dekka fyrir um hundrað manns eða svo. Á veggjunum voru trjágreinar þar sem maður átti að hengja litla hjartalaga miða með skilaboðum til brúðhjónanna. Allt mjög fallegt, pent og sætt. Þá var svið fyrir skemmtiatriði og tjald fyrir videosýningu í sitthvorum enda salarins. Á þessu tjaldi var giftingin sjálf sýnd í allri sinni lengd. Brúðhjónin höfðu látið taka hana upp á DVD eins og þykir víst móðins í dag.
Einu veitti ég sérstaka eftirtekt. Það voru stólarnir við langborðin, sem voru æðifjölbreytilegir að gerð og lögun. Þarna voru viðarstólar, plaststólar, stólar með áföstum púðum og meira að segja bekkir. Í eitthvert skiptið þegar ég var að fá mér sæti þá var ég að fylgjast með einni gamalli konu sem sat í plaststól. Hún var að kalla á litla stelpu og segja henni að koma til sín. Gamla konan sagði: “Komdu hérna til mín og sestu hérna hjá mér í eggjabikarinn.” Og þegar hún hafði sleppt orðinu fór ég að hugsa. Ég endurtók í huganum það sem hún hafði sagt. Komdu hérna og sestu hérna hjá mér í eggjabikarinn? Hvaða fjandans eggjabikar var sú gamla að tala um? Svo varð mér litið á stólinn sem hún sat í. Ég virti hann fyrir mér um stundarsakir. Þegar ég svo áttaði mig á því að stóllinn var alls ekki svo frábrugðinn eggjabikar að lögun, og í rauninni bara alveg eins og eggjabikar, þá veinaði ég úr hlátri, innan í mér. Ég vildi ekki móðga þá gömlu og nennti ekki að útskýra fyrir sessunautunum að ég væri að hlæja að gamalli konu í stól sem væri alveg einsog eggjabikar.
Aðalréttir kvöldsins voru grillað svínakjöt og lambakjöt. Hvorttveggja fannst mér bragðast frábærlega, sérstaklega lambið. Og á meðan kvöldverðurinn var snæddur fóru fram skemmtiatriði og ræðuhöld. Ræðan hans Baldurs (aka Bóbó, bróðir Dodda) stóð uppúr og myndskeiðið sem fylgdi í kjölfarið var afbragðs skemmtun.
Svo enduðu öll herlegheitin með balli þar sem þrusugóð sveitaballahljómsveit lék fyrir dansi. Einhver lítil frænka í fjölskyldunni tók lagið með bandinu við gríðarlegan fögnuð og var síðan klöppuð upp. Hún tók lagið “Á tjá og tundri” með Sálinni og bókstaflega átti salinn.
Um miðja nóttina þegar ég var að fá mér frískt loft úti í náttúrunni heyrði ég allt í einu hrópað HRRRRRRRÚÚÚÚÚÚÚÚTUR. Þetta var karlmannsrödd og áherslan var á “ú-ið”. Mér fannst einhvern veginn eins og að þetta hlyti að vera útlendingur sem væri að kalla. Svo heyrði ég þetta aftur og ég fór að svipast um. Ekki leið á löngu fyrr en ég fann hávaðasegginn sem var færeyskur töffari að nafni Flóvin. Ég hafði spjallað við hann fyrr um daginn og kunni ágætlega við kappann. Ég gekk upp að honum og spurði hversvegna hann væri að hrópa þetta HRÚTUR um miðja nótt.
- Jú, sagði hann, HRRRRRÚÚÚÚÚÚÚÚTUR, mig langar svo í súrsaða hrútspunga.
Svo hrópaði hann HRÚTUR nokkrum sinnum í viðbót og mig verkjaði í magann af hlátri. Þessar samræður okkar Flóvins enduðu með því að ég sagði honum að móðir mín væri frábær kokkur og kynni að elda súrsaða hrútspunga. En að því er ég best veit hefur mamma aldrei eldað súrsaða hrútspunga og hefur óbeit á þorramat. Þannig að ég veit ekki afhverju ég var að blanda henni í málið. En ég toppaði þetta svo með því að gefa Færeyingnum tölvupóstfangið hennar mömmu. Ég skrifaði það meira að segja niður á blað fyrir hann. Hann sagðist pottþétt ætla að hafa samband.
HHRRRRRRRRRRRRRÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚTUR.
Og svo einhvern tímann seint um nóttina skreið maður inn í tjald. Það var nístingskuldi og ég fór í svefnpokann. Þegar ég vaknaði var ég klæddur flíspeysu og húfu að ofan en nærbuxunum einum að neðan.
Svo keyrðum við heim snemma daginn eftir með viðkomu í sundlauginni í Borgarnesi og KFC í Mosó. Og ég er alveg sammála honum Ingvari (pabbi Dodda og Baldurs) sem sagði einhvern tímann í lokin á veislunni að þetta hefði ekki bara verið yndislegt... heldur mjög yndislegt. Takk fyrir mig.
4 Comments:
Jesús hvað þetta var viðbjóðslega fyndið. Við Doddi erum búin að grenja úr hlátri hérna.
Takk fyrir kaffivélina.
Takk sömuleiðis og njótið vel!
Lol!
Ég hélt þú hefðir verið að grínast þegar þú sagðir mér hrútnum.
kv. litla sys (stóra)
það vantar "frá" hrútnum inn í kommentið mitt. Mjög mikilvægt að taka það fram svo það verði ekki misskilningur á svæðinu.
haltu áfram að vera besti bróðir í heimi.
sys
Post a Comment
<< Home