Tómaturinn og eggið
Undanfarið hef ég mikið gert af því að elda mér pasta í kvöldmatinn. Ég hef eldað nokkrar tegundir af pasta en uppáhaldið mitt er ostafyllta tortelini-ið frá Barilla. Með þessu fæ ég mér yfirlett ristað brauð með osti. Osturinn er yfirleitt venjulegur brauðostur en stundum er það hvítur kastali, blár kastali eða gullostur. Með pastanu nota ég tómatsósu. Einusinni setti ég meira að segja saman salat með feta osti. Eftir á að hyggja var þetta salat í mýflugumynd miðað við önnur salöt sem ég hef séð, það var bara gert úr niðurskornum tómötum. Engu að síður var ég ánægður með salatið.
Pastað læt ég sjóða í ellefu mínútur. Ég hef eldað þetta svo oft að ég veit að ef pastað er soðið í nákvæmlega ellefu mínútur þá er það fullkomið. Og afþví að ég er svo oft illa áttaður í tíma þá þarf ég alltaf að stilla eitthvað sem hringir þegar pastað er tilbúið. Í eldhúsinu mínu eru tvær upptrekkjanlegar skeiðklukkur sem gerðar eru til þess arna. Það eru tómaturinn og eggið.
Þessi tvö niðurteljandi fyrirbæri eru nokkuð áþekk að gerð enda framleidd af sama fyrirtækinu. Tómaturinn er rauður og úr plasti en eggið er silfrað og úr áli. Ég nota þau nokkurn veginn til skiptis. Það fer í rauninni bara eftir því hvort þeirra ég finn á undan.
Ég hef alla tíð staðið í þeirri trú að þessir ágætu tímaverðir væru jafnfærir um að telja niður mínúturnar. Undanfarið hefur þó læðst að mér sá grunur að ekki sé allt með felldu. Svo gæti verið að tómaturinn og eggið telji ekki tímann jafnhratt niður. Mín tilfinning er nefnilega sú að tómaturinn sé sneggri að telja en eggið.
Ég hef reynt að finna skýringar á þessu . Mér datt í hug að þar sem tómaturinn var keyptur langt á undan egginu, þá kynni svo að vera að mér fyndist eldamennskan skemmtilegri (og tíminn liði þarafleiðandi hraðar) þegar tómaturinn væri að telja niður heldur en þegar eggið er í því hlutverki. Einnig hef ég leitt hugann að því að tómaturinn er bara drasl úr plasti og gæti því auðveldlega í ruglast í ríminu við talninguna. Eggið hefði þá vinninginn sem betri tímavörður enda er það völundarsmíð úr áli. Eggið var líka dýrara en tómaturinn.
En þetta hefur haft þau áhrif að núna nota ég tómatinn oftar við eldamennskuna. Ég hef eiginlega sagt skilið við eggið. Og í gær þegar ég var búinn að setja pastað í pottinn hugsaði ég með mér: “Núna ætla ég sko að setja tómatinn í gang af því að hann miklu fljótari að þessu en helvítis eggið.” Ég var líka orðinn mjög svangur.
Tómaturinn og eggið.
Undanfarið hef ég mikið gert af því að elda mér pasta í kvöldmatinn. Ég hef eldað nokkrar tegundir af pasta en uppáhaldið mitt er ostafyllta tortelini-ið frá Barilla. Með þessu fæ ég mér yfirlett ristað brauð með osti. Osturinn er yfirleitt venjulegur brauðostur en stundum er það hvítur kastali, blár kastali eða gullostur. Með pastanu nota ég tómatsósu. Einusinni setti ég meira að segja saman salat með feta osti. Eftir á að hyggja var þetta salat í mýflugumynd miðað við önnur salöt sem ég hef séð, það var bara gert úr niðurskornum tómötum. Engu að síður var ég ánægður með salatið.
Pastað læt ég sjóða í ellefu mínútur. Ég hef eldað þetta svo oft að ég veit að ef pastað er soðið í nákvæmlega ellefu mínútur þá er það fullkomið. Og afþví að ég er svo oft illa áttaður í tíma þá þarf ég alltaf að stilla eitthvað sem hringir þegar pastað er tilbúið. Í eldhúsinu mínu eru tvær upptrekkjanlegar skeiðklukkur sem gerðar eru til þess arna. Það eru tómaturinn og eggið.
Þessi tvö niðurteljandi fyrirbæri eru nokkuð áþekk að gerð enda framleidd af sama fyrirtækinu. Tómaturinn er rauður og úr plasti en eggið er silfrað og úr áli. Ég nota þau nokkurn veginn til skiptis. Það fer í rauninni bara eftir því hvort þeirra ég finn á undan.
Ég hef alla tíð staðið í þeirri trú að þessir ágætu tímaverðir væru jafnfærir um að telja niður mínúturnar. Undanfarið hefur þó læðst að mér sá grunur að ekki sé allt með felldu. Svo gæti verið að tómaturinn og eggið telji ekki tímann jafnhratt niður. Mín tilfinning er nefnilega sú að tómaturinn sé sneggri að telja en eggið.
Ég hef reynt að finna skýringar á þessu . Mér datt í hug að þar sem tómaturinn var keyptur langt á undan egginu, þá kynni svo að vera að mér fyndist eldamennskan skemmtilegri (og tíminn liði þarafleiðandi hraðar) þegar tómaturinn væri að telja niður heldur en þegar eggið er í því hlutverki. Einnig hef ég leitt hugann að því að tómaturinn er bara drasl úr plasti og gæti því auðveldlega í ruglast í ríminu við talninguna. Eggið hefði þá vinninginn sem betri tímavörður enda er það völundarsmíð úr áli. Eggið var líka dýrara en tómaturinn.
En þetta hefur haft þau áhrif að núna nota ég tómatinn oftar við eldamennskuna. Ég hef eiginlega sagt skilið við eggið. Og í gær þegar ég var búinn að setja pastað í pottinn hugsaði ég með mér: “Núna ætla ég sko að setja tómatinn í gang af því að hann miklu fljótari að þessu en helvítis eggið.” Ég var líka orðinn mjög svangur.
Tómaturinn og eggið.
2 Comments:
Herðu herðu og þetta egg keypti ég handa múttu dýrum dómum í Kokku - kostaði um 6000 kjellinn!
Heidi
það hringir betur en tómaturinn - ég fæ alltaf hjartaáfall þegar hann hringir. eggið hringir þægilega lágum tóni með smá rokkívafi.
takk og bless og þakka þér fyrir að hringja.
HAHAHAHA algjör snilld.
Þú ættir að látta þau etja kapp við hvort annað, þá kemur sko heldurbetur í ljós hvurskonar element er í þessu atarna!
Post a Comment
<< Home