Tuesday, June 20, 2006

Kvenréttindaplottið í Straumsvík


Gærdagurinn var bleikur í af tilefni af 91. árs afmælis kosningaréttar kvenna. Efnt var til ýmiss konar atburða. Fólk átti að gera hitt og þetta í tilefni dagsins, meðal annars að klæðast bleiku og hafa sem flesta hluti í bleikum lit. Allt gert til þess að vekja athygli á kosningaréttinum og stöðu kvenna.

Ég held að bilunin í Álverinu í Straumsvík sé liður í þessari kvenréttinda- afmælisdagskrá. Hér er um að ræða samantekin ráð einhverra óprúttinna femínista sem hafa það í huga að gera Rannveigu Rist, forstjóra Álversins, að kvenhetju Íslands eða jafnvel að þjóðhetju.

Mín kenning er sú að þessir óprúttnu femínistar hafi sent vírus í tölvupósti til Álversins sem ruglað hefur stjórnunarbúnað þess og lamað framleiðsluna. Síðla nætur læddust svo umræddir skemmdarvargar að Álverinu með geysistóran bleikan hnapp og tengdu hann við suðurhlið fyrirtækisins. Bleiki hnappurinn er þeim eiginleikum búinn að þegar á hann er ýtt eyðist vírusinn og framleiðslugeta Álversins verður eðlileg á ný.

Spáin er því þessi:
Á morgun munu allir helstu fjölmiðlarnir fjalla um það þegar Rannveig Rist finnur “fyrir einskæra tilviljun” stóra bleika happinn á suðurhlið fyrirtækisins og ýtir á hann í beinni útsendingu. Álverið losnar þá úr viðjum vírusins og Íslendingar eignast nýja kven-þjóðhetju.

2 Comments:

Blogger Ari Eldjárn said...

Ef Rannveig Rist ætti son sem héti Brauð, þá væri nú gaman að uppnefna hann:

"Hí á Brauð Rannveigarson!"

9:01 PM  
Blogger Ari Eldjárn said...

Ég trúi ekki að ég hafi klúðrað þessum brandara.

9:02 PM  

Post a Comment

<< Home