Wednesday, June 14, 2006

Syfjaður, þreyttur og búinn að vera.

Hvernig stendur á því að ég er svona syfjaður? Ég fór að sofa eldsnemma í gær, var kominn upp í rúm fyrir klukkan ellefu eins og hvert annað gamalmenni. Ég er búinn að drekka eitthundraðogeitthvað kaffibolla í dag en samt sofnaði ég í vinnunni. Ég sofnaði í miðju viðtali sérfræðings við sjúkling. Og hjúkkan sem var með okkur hló bara að með og hvíslaði: "Þú þarft að fá þér expressó." Þetta var semsagt einhvern veginn svona:

Sérfræðingur: Bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla.
Sjúklingur: Bla bla bla bla bla bla bla bla bla blaaaaa.
Sérfræðingur: Bla bla bla blí blí blí blí blí blí blí blí.
Sjúklingur: Blí blí blí blí bla bla blaaaaaa.
Ég: ZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZzzzzzzzzz
Hjúkka (hvíslar): Þú þarft að fá þér expressó.


Kannski svaf ég bara ekki nógu vel. Ég man allavega eftir því að hafa vaknað í miðjum draumi. Mig var að dreyma köttinn minn sem hefur verið týndur í nokkur ár. Hann var orðinn mennskur. Og hvað segir svo Freud um það?

2 Comments:

Blogger Ari Eldjárn said...

Ó já, norski skógarkötturinn með hvíta feldinn, hve ég sakna hans og þegar þú lést hann ráðast á sængina okkur til skemmtunar. Hét hann ekki Valíant?

Annars er þetta efni í góðan Megasartexta a la Gasstöðin: "Norski skógarkötturinn með hvíta feldinn, sem hoppar á rúmklæði og forðast eldinn, og kaninn var með bíó á Vellinum og seld'inn, jú tíkall fimmaur, kók og með'ðí!

7:42 AM  
Blogger Dr. Sverrir said...

bwahahahahhaha. jájá frændi minn... og pósturinn gengur í gulum frakka, með grænan hálsklút og í rauðum frakka...... eitt barn á dag... BRÚNT Á LITINN!

7:19 AM  

Post a Comment

<< Home