Setumótmælin, sigurinn og Nils sem kom í staðinn fyrir Jóhannes.
Það hafðist. Við læknanemar gerðum samning við Landspítalann án þess að bera skarðan hlut frá borði. Í fljótu bragði sýnist mér að við höfum gert góðan samning. Við boðuðum setumótmæli og mættum í anddyri Landspítalansvið Hringbraut með stóla, kaffibrúsa og bakkelsi. Ég kom með sólstól af svölunum mínum, viðarklappstól stóran og mikinn. Og þar sem flestir mættu með fislétta og fíngerða útilegustóla þá ráku menn upp stór augu og spurðu hvers vegna ég væri að koma með mublu. Ég sagðist bara vera með rammgerðan stól, í takt við okkar rammgerða málsstað.
Fjölmiðlar mættu og yfirstjórn spítalans sendi mann nokkurn að nafni Nils Chr. Nilsen sem sinn málsvara og til að semja við okkur. Nils þessi var þarna í drapplituðum frakka og lét lítið fyrir sér fara þangað til að hann boðaði talsmennina okkar á sinn fund. Að sögn þeirra sem þekkja til er Nils mun betur í stakk búinn til að stunda samningaviðræður heldur en Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri. Nils skiptir ekki skyndilega um ham einsog Jóhannes, sem maður veit aldrei hverju tekur upp á.
Málið hlaut því farsælan endi og getur maður dregið þá ályktun að það sé mikilvægt að standa fast á sínu. Það er því lexía dagsins og ánægjuefni.
5 Comments:
Það er svo ánægjulegt að mótmælin ykkar báru árángur. Ég hef of oft orðið vitni að árangurslausum mótmælagögnum eða samkomum hér á Íslandi!
Kv. Heiða sys
Ég er líka MJÖG ánægður. :)
Það væri nú munur ef allir tækju sig til og mættu með sófasett á mótmæli!
Eða bara rúm!
Eða bara koma með MR, gamla skólann, ég hef nefnilega heyrt að það sé búið að setja undir hann hjól!
Post a Comment
<< Home