Tuesday, July 04, 2006

Viðtal í Stúdentablaðinu árið 2002




Fyrir tilviljun rakst ég á þetta viðtal við mig og Ásthildi bekkjarsystur mína sem birt var í Stúdentablaðinu árið 2002. Við vorum spurð um hvað okkur fyndist um breytingarnar á náminu í læknadeild. Ég var búinn að steingleyma þessu og fannst þetta mjög athyglisvert. Textinn er mjög óskýr á myndinni þannig að hann fylgir með hér að neðan:


SVERRIR INGI GUNNARSSON NEMI Á 2.ÁRI Í LÆKNISFRÆÐI.
Hvað finnst þér um inntökuprófin?
„Ég lenti í þessum árgangi sem barðist fyrir seinkun inntökuprófanna og ég var persónulega mjög feginn að þeim var seinkað því ég var búinn að fara í gegnum clausus og stóð því betur að vígi í því kerfi.“
Hvað finnst þér um þær breytingar að verkleg kennsla hefjist strax á fyrsta misseri?
„Nú byrjar verkleg kennsla strax og ég held að það sé betra að ná tökum á náminu á þann hátt, verkleg kennsla sýnir manni nýjar hliðar á náminu.“
Telur þú að námið betur uppbygt núna en það var fyrir breytingu?
„Já mér sýnist það. Ég er kannski ekki í góðri aðstöðu til að meta það því ég lendi á árunum þar sem breytingarnar eru að ganga í gegn. Námið hjá okkur er mjög strembið núna vegna þess að verið er að hlaða námið til að gera breytingar hér og þar. En mér sýnist að eftir breytingarnar muni námið styttast úr sex árum í fimm og hálft ár. Auðvitað er gott að ljúka náminu sem fyrst en ég veit ekki hvort það er þess virði, því það er ekki gott að vera með of mikla keyrslu á meðan við erum í skólanum. Ég vona að kerfið muni leiða í ljós að það verði þægilegra fyrir nemendur.“


ÁSTHILDUR ERLINGSDÓTTIR, NEMI Á 2. ÁRI Í LÆKNISFRÆÐI
Hefðir þú viljað eiga þess kost að fara beint í inntökupróf?
„Ég veit það ekki, mér fannst allt í lagi að vera í clausus. Þetta er ákveðið verkefni sem maður tekur að sér. Auðvitað eru kostir við þetta inntökupróf, en ég veit ekki hvort ég hefði viljað fara í fyrsta inntökuprófið á meðan enn er ekki komin reynsla á þetta. Það er samt viss sanngirnií clausus, þar byrja þannig séð allir á sama punkti og læra það sama.“
Hver er helsti kostur við inntökuprófin?
„Gallinn við clausus kerfið er að þetta er tímafrekt, rosalega mikið stress, álag og samkeppni, svona almenn leiðindi sem maður losnar kannski við í inntökuprófunum. Þetta er eitthvað sem klárast fyrr og maður getur þá bara farið í eitthvað annað í Háskólanum eða gert eitthvað annað við þennan tíma í stað þess að eyða kannski tveimur-þremur árum í að reyna að komast inn í læknisfræði.“
Hvað finnst þér um hagræðingu námsins?
„Persónulega finnst mér það ekki sniðug breyting. Þetta er nógu þungt nám þó það sé ekki verið að þjappa því saman.“
Hefðir þú viljað byrja strax í verklegu námi?
„Ég er ekki viss um að það hefði skipt svo miklu máli, en auðvitað er alltaf skemmtilegra að fá að gera eitthvað. Það var bara ekki raunhæfur möguleiki í clausus.“

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vorud tid bedin um ad sitja alveg eins? Sagdi ljosmyndarinn: "Jaeja Sverrir, vertu nu svoldid casual. Tad vaeri kannski fint ad planta handleggnum upp a sofabrunina. Bara svo tu virkir svolitid afslappadur...ekki uppskrufadur laeknanemi"? Sagdi hann nakvaemlega tetta? P.S. Rosa finar eplakinnar a myndinni. Taer lata tig allavega virka rosa frisklegan. Solveig (sem hugsanlega leidist og er haldin verkkvida ad byrja ad skrifa rannsoknarverkefnid sitt).

11:28 AM  
Blogger Dr. Sverrir said...

Ég man bara eiginlega ekki neitt eftir þessu viðtali. En kannski hefði ég átt að stilla mér upp eins og uppskrúfaður læknanemi og verið á hvolfi eða eitthvað. Þá hefði ég jafnvel munað eitthvað eftir þessu.

4:06 AM  

Post a Comment

<< Home