Saturday, July 01, 2006

Skrifstofan mín á Kleppi



Hérna er ég á frábæru skrifstofunni minni á Kleppi.



Hérna er ég í símanum. En þegar myndin var tekin var enginn hinum megin á línunni. Síminn hefur hringt einu sinni í júní.



Þetta er hluti af græjunum mínum. Crash course Psychiatry bókin er svona la la skemmtileg. En mér finnst geðlæknisfræði stundum vera svoldið bla bla bla. Ég er alltaf með tvo gsm síma enda er ég mjög mikilvægur. Reyndar er annar þeirra minn eigin gemsi þannig að ég er í rauninni ekkert svo mikilvægur. Ég hef bara einu sinni þurft að nota stetóskópið í júní.

3 Comments:

Blogger Ari Eldjárn said...

Hvernig er nú það, þú vilt ekki bara prófa að láta gemsana tvo hringja í hvorn annan? Svo væri hægt að nota hlustunarpípuna til að...vá hvað það er stundum ekkert hægt að kommenta.

2:47 PM  
Blogger Árni said...

Fyndnar þessar myndir af þér! Ég hélt fyrst að þetta væri af sjúklingi. Miðað við öll þessi nútímalegu vistunarúrræði sem eru í gangi í dag gæti þetta allt eins verið sjúklingur á myndinni. Kannski alveg kolbrjálaður maður - en "hann á nú rétt á að vera eins og hinir" og þess vegna fær hann snyrtileg föt og skrifstofu, eins og læknarnir.

5:05 PM  
Blogger Dr. Sverrir said...

Já, skárra væri það nú... bara vera sjúklingur og ekki einusinni í jakkafötum eða með skrifstofu. Hverskonar heilbrigðiskerfi væri það nú!!???

8:33 AM  

Post a Comment

<< Home