Sunday, June 25, 2006

Stílbrot á HM: Dömubindi.

Ég hef verið nokkuð ötull við það að fylgjast með heimsmeistarakeppninni í fótbolta. Keppnin hefur hingað til verið gríðarskemmtileg og sumir leikirnir hafa tekið á taugarnar. Spennandi leikir eru framundan. Þjóðverjar hafa staðið sig með prýði, bæði á vellinum og sem móthaldarar. Umgjörðin öll er til fyrirmyndar og allt mjög stílhreint, fyrir utan það eitt sem ég veitti eftirtekt í dag. Boltarnir sem notaðir eru í leikjunum eru hvítir með mynstri sem minnir á dömubindi. Og núna þegar boltinn er í nærmynd get ég ekki hætt að hugsa um þessi klessulegu dömubindi. Það er eins og einhver hafi tekið alla boltana og rúllað þeim yfir breiðu af blautum dömubindum. Þetta er stílbrot á HM.

3 Comments:

Blogger Ari Eldjárn said...

Hvernig var það, mig minnir endilega að ein af fyrstu sjónvarpsauglýsingunum á Íslandi fyrir dömubindi hafi verið þannig að dekki var rúllað yfir dömubindið, svona til að sýna að það væri rakadrægt? Var þetta ekki svona c.a. 1986?

8:44 PM  
Blogger Dr. Sverrir said...

Ég man bara eftir gömlu dömubinda-auglýsingunni þar sem kvennahópur gengur í slow motion í takt við mjög eftirminnilegt stef. Ef ég gæti raulað inn á þessa bloggsíðu þá myndi ég raula þetta stef inn á hana. Da dad daaaa da da daaaaaaaa.

5:04 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já nákvæmlega eins hefði ég skrifað lagið lagið Sverrir! :)
En aldrei hafði ég samt tekið eftir þessu munstri, hehe;)
Kær kveðja, Díana L.

7:52 AM  

Post a Comment

<< Home