Grillveislan
Ég var í grillveislu um daginn. Og eins og í öllum góðum grillveislum, þá var verið að grilla. Menn voru með kjöt af ýmsum tegundum. Lamb, svín, naut og kjúkling. Einnig mátti sjá grænmeti á grillinu, þar á meðal nokkuð sem heitir kúrbítur.
Við grillið fóru fram umræður. Menn ræddu heima og geima og af og til var tæpt á einhverju sem tengdist grillinu eða því sem var á grillinu. Kúrbíturinn barst í tal og hita leiksins kom upp hugmynd að rannsókn sem gengi út á það að kanna fylgni milli þess að fá nábít eftir að hafa borðað kúrbít.
Þessi hugmynd að rannsókn var rædd í þaula. Til dæmis rökræddu menn hversu margir þyrftu að taka þátt í rannsókninni og hvar hún gæti farið fram. Rannsóknin yrði tvíblind þannig að hvorki rannsakandi né þátttakandi vissi hvort hann væri með kúrbít eða gervi-kúrbít (placebo) undir höndum.
Svo myndu þátttakendur svara spurningalista um hvort þeir hefðu fengið nábít eða ekki. Gögnunum væri síðan safnað saman og skrifuð grein í vísindatímarit með öllu því helsta: Inngangi, bakrunni, aðferðum, niðurstöðum og umræðum. Til tals kom að slengja fram í greininni hugtökum eins og staðalfráviki (standard deviation), skekkju (bias) og orðasambandinu “tölfræðilega marktæk niðurstaða”.
Og þegar allt þetta hafði verið rætt höfðu flestir gert sér grein fyrir því að rannsóknin gæti orðið hin besta. En sumir voru ekki sannfærðir um gildi rannsóknarinnar og drógu í efa gagnsemi hennar. Efasemdamennina setti hinsvegar snarlega hljóða þegar viðstaddir sammæltust um að lokasetningin í umræðukaflanum, þ.e. lokasetning greinarinnar, yrði að taka af allan vafa um gagnsemi rannsóknarinnar. Setningin var ákveðin á staðnum: “Rannsókn þessi var framkvæmd vegna þess að henda má að henni gaman.”
Ég var í grillveislu um daginn. Og eins og í öllum góðum grillveislum, þá var verið að grilla. Menn voru með kjöt af ýmsum tegundum. Lamb, svín, naut og kjúkling. Einnig mátti sjá grænmeti á grillinu, þar á meðal nokkuð sem heitir kúrbítur.
Við grillið fóru fram umræður. Menn ræddu heima og geima og af og til var tæpt á einhverju sem tengdist grillinu eða því sem var á grillinu. Kúrbíturinn barst í tal og hita leiksins kom upp hugmynd að rannsókn sem gengi út á það að kanna fylgni milli þess að fá nábít eftir að hafa borðað kúrbít.
Þessi hugmynd að rannsókn var rædd í þaula. Til dæmis rökræddu menn hversu margir þyrftu að taka þátt í rannsókninni og hvar hún gæti farið fram. Rannsóknin yrði tvíblind þannig að hvorki rannsakandi né þátttakandi vissi hvort hann væri með kúrbít eða gervi-kúrbít (placebo) undir höndum.
Svo myndu þátttakendur svara spurningalista um hvort þeir hefðu fengið nábít eða ekki. Gögnunum væri síðan safnað saman og skrifuð grein í vísindatímarit með öllu því helsta: Inngangi, bakrunni, aðferðum, niðurstöðum og umræðum. Til tals kom að slengja fram í greininni hugtökum eins og staðalfráviki (standard deviation), skekkju (bias) og orðasambandinu “tölfræðilega marktæk niðurstaða”.
Og þegar allt þetta hafði verið rætt höfðu flestir gert sér grein fyrir því að rannsóknin gæti orðið hin besta. En sumir voru ekki sannfærðir um gildi rannsóknarinnar og drógu í efa gagnsemi hennar. Efasemdamennina setti hinsvegar snarlega hljóða þegar viðstaddir sammæltust um að lokasetningin í umræðukaflanum, þ.e. lokasetning greinarinnar, yrði að taka af allan vafa um gagnsemi rannsóknarinnar. Setningin var ákveðin á staðnum: “Rannsókn þessi var framkvæmd vegna þess að henda má að henni gaman.”
3 Comments:
Var gaman i tessu partyi Sverrir? Tvi tad virkar einsog svimandi skemmtun ad raeda rannsoknarsnid. Og eg er held eg ekki ad vera neitt svo kaldhaedin. Kannski er tar komin astaeda tess ad madur a ekki ad stunda rannsoknir a sumrin.
Solveig Helgadottir stofnfrumurannsakadi kvedur ad sinni.
Já, það var gaman í þessu partýi. Ég fór í Sing Star og stóð mig ömurlega, enda var ég stundum að blaðra við fólkið í kringum mig þegar ég átti að vera að syngja.
Mikið man ég vel hvað ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég smakkaði kúrbít í fyrsta sinn. Af hverju borðar fólk þetta? Það er ekkert bragð. Ekkert. Núll. Nix. Nada.
Stundum tók pabbi sig til og gerði spagettí með kúrbít og ef maður kvartaði yfir bragðleysi var bara settur smá svartur pipar, eins og það breytti einhverju. Og aldrei mátti kvarta því þetta var víst ítalskt; voða fínt. Þetta voru erfiðir tímar.
Í helvíti er kúrbítur í hvert mál.
Post a Comment
<< Home