Flakkari
Ég var að kaupa mér tæki sem kallast "flakkari" á íslensku. Þetta er AivX margmiðlunartryllitæki með 320 gígabæta harðan disk. Maður tengir flakkarann fyrst við tölvuna og hleður niður allskonar skemmtilegu dóti. Svo tengir maður tækið við sjónvarpið og þá getur maður horft á kvikmyndir, spilað tónlist eða séð ljósmynda slide-show. Sá sem hannaði þetta tæki er snillingur, alveg eins og gaurinn sem fann upp "SNOOZE" takkann á vekjaraklukkum.
Eins og sjá má á myndinni þá er ég hæstánægður með flakkarann.
5 Comments:
Hlakka til að horfa með þér á þetta.
Kv, Díana :)
snilld..
en þetta er hagráð ef þú vilt nýta bilaðan fónógraf!
http://www.makezine.com/blog/archive/2006/07/use_old_phonograph_as_a_grinds.html
endurskoðaði kommentið. fljótlegra að smella bara hjér:
hér sko
Rosalegt að geta breytt grammófóni í annað nýtilegt heimilistæki. Það er spurning hvort ég geti notað flakkarann sem brauðrist þegar fram í sækir...
Djísös hvað þú hefur ekkert að gera þarna...., gott að vita af þessari græju þó til að fá þetta lánað. ehemmm minnir mig á að í vikunni var ég að finna geisladisk sem ég fékk að láni hjá þér........árið 2001...lofa að skila fyrir 2010.
Post a Comment
<< Home