Súrmjólk í hádeginu og Sigur Rós á kvöldin
Tónleikarnir á Miklatúni eru afstaðnir. Þeir voru flottir. Samt ekki jafnflottir og tónleikarnir í Laugardalshöllinni í nóvember í fyrra.
Eimaður metnaðurinn. Jónsi strýkur gítarinn með fiðluboganum og strengjakvartettinn leikur undir.
Á tónleikunum hugsaði ég mikið um hitt og þetta. Ég fór meira að segja að setja draumkennda texta í samhengi við raunveruleikann:
klifruðum skýjakljúfa
sem síðar sprungu upp
friðurinn úti
Þetta textabrot er úr laginu Viðrar vel til loftárása sem er á plötunni Ágætis byrjun. Hún kom út árið 1999. Þremur árum seinna, 11. september 2001, sprungu Tvíburaturnarnir. Og friðurinn var úti.
Tónleikarnir á Miklatúni eru afstaðnir. Þeir voru flottir. Samt ekki jafnflottir og tónleikarnir í Laugardalshöllinni í nóvember í fyrra.
Tónleikagestir að safnast saman fyrir framan sviðið.
Amína hitaði upp. Þær voru í kerlingarlegum kjólum. Ég missti hálfpartinn af þeirra framlagi því að ég var að ráfa um svæðið í leit að crewinu mínu. Viðkvæmir tónar Amínu virtust líka vera of lágstemmdir fyrir víðfemt Miklatúnið.
Eimaður metnaðurinn. Jónsi strýkur gítarinn með fiðluboganum og strengjakvartettinn leikur undir.
Ljósasýningin var dulmögnuð. Ég beið eftir því að Jónsi hoppaði í polla.
Á tónleikunum hugsaði ég mikið um hitt og þetta. Ég fór meira að segja að setja draumkennda texta í samhengi við raunveruleikann:
klifruðum skýjakljúfa
sem síðar sprungu upp
friðurinn úti
Þetta textabrot er úr laginu Viðrar vel til loftárása sem er á plötunni Ágætis byrjun. Hún kom út árið 1999. Þremur árum seinna, 11. september 2001, sprungu Tvíburaturnarnir. Og friðurinn var úti.
1 Comments:
Vil minna á tónleika DaPB (Death and Pain Band). Staðsetning er Miklatún, kl 05:17 á Menningarnótt. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af útgáfu Best of plötunnar: ,,Dauði og djöfull" sem kom út í vor. Þar er m.a. að finna vinsæl tónverk á borð við ,,Illi grænlendingurinn" - ,,Morð, ást og hatur" og ,,Ofbeldi"
Post a Comment
<< Home