Súrmjólk í hádeginu og Sigur Rós á kvöldin
Tónleikarnir á Miklatúni eru afstaðnir. Þeir voru flottir. Samt ekki jafnflottir og tónleikarnir í Laugardalshöllinni í nóvember í fyrra.
Crew-ið mitt. Sæmi, Hauksi, Bjarki og Ólöf.
Eimaður metnaðurinn. Jónsi strýkur gítarinn með fiðluboganum og strengjakvartettinn leikur undir.
Meistarinn og hluti af crew-inu.
Á tónleikunum hugsaði ég mikið um hitt og þetta. Ég fór meira að segja að setja draumkennda texta í samhengi við raunveruleikann:
klifruðum skýjakljúfa
sem síðar sprungu upp
friðurinn úti
Þetta textabrot er úr laginu Viðrar vel til loftárása sem er á plötunni Ágætis byrjun. Hún kom út árið 1999. Þremur árum seinna, 11. september 2001, sprungu Tvíburaturnarnir. Og friðurinn var úti.
Tónleikarnir á Miklatúni eru afstaðnir. Þeir voru flottir. Samt ekki jafnflottir og tónleikarnir í Laugardalshöllinni í nóvember í fyrra.
Tónleikagestir að safnast saman fyrir framan sviðið.
Amína hitaði upp. Þær voru í kerlingarlegum kjólum. Ég missti hálfpartinn af þeirra framlagi því að ég var að ráfa um svæðið í leit að crewinu mínu. Viðkvæmir tónar Amínu virtust líka vera of lágstemmdir fyrir víðfemt Miklatúnið.


Ljósasýningin var dulmögnuð. Ég beið eftir því að Jónsi hoppaði í polla.

Á tónleikunum hugsaði ég mikið um hitt og þetta. Ég fór meira að segja að setja draumkennda texta í samhengi við raunveruleikann:
klifruðum skýjakljúfa
sem síðar sprungu upp
friðurinn úti
Þetta textabrot er úr laginu Viðrar vel til loftárása sem er á plötunni Ágætis byrjun. Hún kom út árið 1999. Þremur árum seinna, 11. september 2001, sprungu Tvíburaturnarnir. Og friðurinn var úti.
1 Comments:
Vil minna á tónleika DaPB (Death and Pain Band). Staðsetning er Miklatún, kl 05:17 á Menningarnótt. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af útgáfu Best of plötunnar: ,,Dauði og djöfull" sem kom út í vor. Þar er m.a. að finna vinsæl tónverk á borð við ,,Illi grænlendingurinn" - ,,Morð, ást og hatur" og ,,Ofbeldi"
Post a Comment
<< Home