Sunday, August 06, 2006

Hvammsvík


Ég dreif mig í veiðiferð með Önna og Árna í gær. Við fórum í Hvammsvíkina. Ég veiddi þrjá regnbogasilunga og Árni einn regnbogasilung sem var hans fyrsti fiskur á ævinni. Önni veiddi engan. En við Önni fundum upp orðasamband sem lýsir fiski sem bítur svo laust á öngulinn að hann festist ekki. Það er kandífloss tussu fiskur.

Svo gerðist svoldið ótrúlegt. Ég setti í kola var næstum búinn að landa honum. Já, í þessum eldispytti setti ég í kola (sem er flatur sjávarfiskur og á ekkert að vera þarna í ferskvatninu) og þegar ég dró hann að landi varð mér svo um að ég missti hann. Það hefði verið viðbjóðslegt að veiða kola í ferskvatni á flugu.

Ferðin endaði með því að við snæddum pizzu á Mótel Venus við Borgarfjörð. Það er eins og allir vita frægur framhjáhaldsstaður. Á borðinu við hliðna á okkur voru fjórar trukkalessur, feitar og ófrýnilegar. Þær voru samt hressar og ein þeirra hljóp alltíeinu út úr mótelinu og stökk yfir einhverja girðingu. Ég skildi ekki bofs í þessu. Hvað var hún eiginlega að gera? Svo kom hún aftur og þá tók ég eftir því að hún var með túrban á höfðinu. Hún hefði verið góð í Pirates of The Caribbean - feit trukkalessa sem getur stokkið yfir grindverk.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Cool blog, interesting information... Keep it UP Romain quit smoking program zoloft dosage Xenical weight loss success stories

3:46 PM  

Post a Comment

<< Home