Wednesday, August 30, 2006



Núna er meistarinn kominn heim frá Flórída. Og að sjálfsögðu er ég orðinn hel tanaður og hel massaður. Í Flórída var heitt. Það voru ekki bara 5 gráður og ekki 10 gráður eins og hérna heima. Þarna voru sko 90 gráður. Og þeir voru ekki með C heldur F. Það er sko miklu betra að vera með 90 og F heldur en bara 10 og C. Ég hef nefnilega komist að því að þeim mun lengra sem maður ferðast þeim mun hærri verður talan og þeim mun aftar fer maður í stafrófinu. Þannig er þetta og þessvegna fer maður til útlanda.


3 Comments:

Blogger Rustakusa said...

Þú ert fyndinn :-) hihi
..þú ert hel-aður og brúnn á enni.

4:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Af hverju Flórída, af öllum stöðum? Fór þangað um árið, fannst það algjört skítapleis... -- Sveinbjörn

10:17 AM  
Blogger Dr. Sverrir said...

Ég er sammála þér að mörgu leyti. En þetta var fjölskylduferð. Pabbi var að fagna afmælinu sínu og bauð okkur út. Þetta er ágætur staður til að chilla á ströndinni og vera í sundlaugagarðinu, fara að versla. Og svo er það eiginlega bara búið, það er voða lítið annað hægt að gera... ég meina gellurnar á ströndinni voru teljandi á fingrum annarrar handar. Megnið af liðinu var annaðhvort að deyja úr elli eða spikfeitt, svo rosalega feitt að ef hákarlinn hefði étið það þá hefði hann verið saddur í langan langan tíma. Svo er líka engin menning á svæðinu þetta er nánast kúltúrsnautt svæði... já ferðin var mjög vel heppnuð en ég sting upp á öðrum áfangastað næst.

9:12 AM  

Post a Comment

<< Home