Sunday, September 10, 2006

40 laxa holl... Haustmenn eru bestir


Ég er kominn heim úr veiðinni, var í Grímsá í tvo daga. Ég fékk tvo laxa, einn 5 punda og einn 9 punda. Ég missti líka þann þriðja í löndun. Pabbi fékk einn lax. Hollið okkar fékk 40 laxa þessa tvo daga sem er hærra en meðalveiði og sérstaklega hátt miðað við árstíma. Þetta eru líka allt þaulvanir veiðimenn, allir félagar í veiðifélaginu Haustmönnum sem við pabbi ásamt fleirum stofnuðum á sínum tíma.

Svo fer ég aftur næsta laugardag og þá verð ég í 6 daga. Þá verð ég pottþétt aflahæstur, með stærsta fiskinn og enda svo á réttarballi alveg í ruglinu og vakna á einhverjum sveitabæ við hliðina á heimasætunni sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir... og hugsa svo með mér: Djöfull var gaman í gær, ég man ekki neitt.



0 Comments:

Post a Comment

<< Home