Monday, December 04, 2006

Lifðu lífinu



lifandi. Af hverju er fólk alltaf að segja þetta við hvert annað sí ofan í æ? Það er ekki eins og að maður geti lifað lífinu dauður. Sá maður þætti að öllum líkindum ekki stíga í vitið ef hann væri hlaupandi um og segði halló ég lifi lífinu lifandi en er samt dauður. Þannig að þetta er eiginlega jafnlélegur frasi og þessi: Þú opnar Ora dós og gæðin koma í ljós. Ef maður opnar Ora dós sem er til dæmis full af bökuðum baunum þá er ekkert eins og það hellist yfir mann tilfinnging sem lyftir manni á æðra tilverustig. Spurningin er hversu langt maður getur gengið í því að tala um gæði þegar umræðuefnið eru bakaðar baunir og tómatsósa í niðursuðudós.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gæðin geta jú auðvitað verið mikil eða lítil. Ekki flóknara en það.

5:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jú auðvitað er það flóknara en það. Spurning er hvernig þú metur gæðin og hvernig þú vinnur úr þeim.
Sumir hlutir þykja mikil gæði hjá einum einstakling meðan öðrum þykja þeir hlutir einfaldlega gagnslausir.
Það er ekkert heildstætt mat til á gæðum. Gæði er orð sem snýr meira að huglægri hlið þess sem metur gæðin.
Sumir meta það að eiga yndislegan pabba sem mestu gæði í lífi þeirra - aðrir horfa frekar á Range Roverinn sinn nýja og telja að hann sé fullkomin gæði en andlegir hlutir skipti engu máli heldur einungis materialsiminn sem skiptir máli.

7:25 AM  
Blogger Rustakusa said...

Þu þarft að fá mömmusín heim :-)

9:13 AM  
Blogger helgabarn said...

This comment has been removed by the author.

11:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég held að þú sjálfur sért að skrifa þessi anonymous comment. Að reyna að skapa hér einhvern gjörning!

1:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

þetta er nú meiri vitleysan:)

1:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

maggi..heheh neinei þetta var nú bara ég systir hans sem var með þessa djók ritgerð hérna fyrir ofan ;) maður bullar svo mikið þegar prófatíð er annar vegar.
heiða

12:24 PM  

Post a Comment

<< Home