Stemmning
Þá er ég búinn í prófum. Ég kláraði verklegt próf í fæðinga- og kvensjúkdómafræði fyrir helgi. Þá er það komið í hús. Það er mjög gott að vera búinn í þessu. Núna get ég farið að hugsa um hitt og þetta, ekki neitt og bara allt það sem skiptir engu máli.
Fyrstu dagana eftir próf kemur maður því í verk sem stöðugt var frestað. Til dæmis þá svaf ég út í dag. Það hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Ég vaknaði úthvíldur og það fyrsta sem mér datt í hug var að eitthvað hlyti að vera að mér. Ég var búinn að gleyma því hvernig manni líður þegar maður er útsofinn.
Svo tók ég líka til í herberginu mínu og ryksugaði. Og þá mundi ég allt í einu hvað það er leiðinlegt að ryksuga. Sérstaklega þegar maður þarf að ryksuga mikið. Ég ryksugaði alla íbúðina og hún er ekki neitt voðalega lítil. Mig minnir að hún sé rúmlega eitthundraðogfjörtíu fermetrar.
Og mér leiddist allan tímann sem ég var að ryksuga. Ég hugsaði með mér afhverju er ekki löngu búið að framleiða ryksugu sem skemmtir manni á meðan maður ryksugar?
Sem dæmi þá gæti "Skemmtilega ryksugan" sagt manni brandara eða farið með skondnar vísur á meðan hún er í gangi. Hún þyrfti að sjálfsögðu að segja brandarana hátt og skýrt til að yfirgnæfa soghljóðið en ég held að að það kæmi ekki að sök, hún væri bara með stórum innbyggðum hátalara. Og svo væri hún kannski líka með innbyggðum hláturnema sem myndi slökkva á soginu á meðan mestu hlátturrokurnar gengju yfir. En ryksugan gæti náttúrulega líka verið hönnuð þannig að hún myndi hlæja með manni ef sá gállinn væri á henni.
Svo væri það líka skemmtilegur möguleiki ef maður gæti stillt hana á að tala þýsku. En það kæmi auðvitað líka til greina að kaupa ryksugu sem hefði annars konar hæfileika. Það gæti til dæmis verið ryksuga sem kemur manni stöðugt á óvart eða þá ryksugu sem væri svolítið rugluð. Ég held að það gæti verið dálítið spennandi að eiga ruglaða ryksugu. Hún væri kannski stillt á það að minna mann á það hvenær maður á að ryksuga næst og í staðinn fyrir að segja "Það er kominn tími á að ryksuga núna!" þá myndi hún segja eitthvað allt annað sem væri algjörlega út í hött af því að hún væri svo rugluð. Hún segði kannski alltíeinu "Rabbabararúna!!!" og það væri þá hennar leið til að minna á hreingerningarnar.
Þá myndi maður kannski hrökkva í kút þegar hún væri að öskra þetta "rabbabararúna" þar sem hún væri inni í geymslu. En það gerði auðvitað ekkert til ef manni myndi bregða því að rugluð ryksuga veit náttúrulega ekkert hvað hún á að segja. Þetta myndi gera hreingerningarnar skemmtilegri. Manni myndi ekki lengur leiðast að ryksuga. Maður myndi bara hlusta á brandara, gátur, þýskar vísur eða bara eitthvað sniðugt. Eða jafnvel bara einhverja tóma steypu.
Þá er ég búinn í prófum. Ég kláraði verklegt próf í fæðinga- og kvensjúkdómafræði fyrir helgi. Þá er það komið í hús. Það er mjög gott að vera búinn í þessu. Núna get ég farið að hugsa um hitt og þetta, ekki neitt og bara allt það sem skiptir engu máli.
Fyrstu dagana eftir próf kemur maður því í verk sem stöðugt var frestað. Til dæmis þá svaf ég út í dag. Það hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Ég vaknaði úthvíldur og það fyrsta sem mér datt í hug var að eitthvað hlyti að vera að mér. Ég var búinn að gleyma því hvernig manni líður þegar maður er útsofinn.
Svo tók ég líka til í herberginu mínu og ryksugaði. Og þá mundi ég allt í einu hvað það er leiðinlegt að ryksuga. Sérstaklega þegar maður þarf að ryksuga mikið. Ég ryksugaði alla íbúðina og hún er ekki neitt voðalega lítil. Mig minnir að hún sé rúmlega eitthundraðogfjörtíu fermetrar.
Og mér leiddist allan tímann sem ég var að ryksuga. Ég hugsaði með mér afhverju er ekki löngu búið að framleiða ryksugu sem skemmtir manni á meðan maður ryksugar?
Sem dæmi þá gæti "Skemmtilega ryksugan" sagt manni brandara eða farið með skondnar vísur á meðan hún er í gangi. Hún þyrfti að sjálfsögðu að segja brandarana hátt og skýrt til að yfirgnæfa soghljóðið en ég held að að það kæmi ekki að sök, hún væri bara með stórum innbyggðum hátalara. Og svo væri hún kannski líka með innbyggðum hláturnema sem myndi slökkva á soginu á meðan mestu hlátturrokurnar gengju yfir. En ryksugan gæti náttúrulega líka verið hönnuð þannig að hún myndi hlæja með manni ef sá gállinn væri á henni.
Svo væri það líka skemmtilegur möguleiki ef maður gæti stillt hana á að tala þýsku. En það kæmi auðvitað líka til greina að kaupa ryksugu sem hefði annars konar hæfileika. Það gæti til dæmis verið ryksuga sem kemur manni stöðugt á óvart eða þá ryksugu sem væri svolítið rugluð. Ég held að það gæti verið dálítið spennandi að eiga ruglaða ryksugu. Hún væri kannski stillt á það að minna mann á það hvenær maður á að ryksuga næst og í staðinn fyrir að segja "Það er kominn tími á að ryksuga núna!" þá myndi hún segja eitthvað allt annað sem væri algjörlega út í hött af því að hún væri svo rugluð. Hún segði kannski alltíeinu "Rabbabararúna!!!" og það væri þá hennar leið til að minna á hreingerningarnar.
Þá myndi maður kannski hrökkva í kút þegar hún væri að öskra þetta "rabbabararúna" þar sem hún væri inni í geymslu. En það gerði auðvitað ekkert til ef manni myndi bregða því að rugluð ryksuga veit náttúrulega ekkert hvað hún á að segja. Þetta myndi gera hreingerningarnar skemmtilegri. Manni myndi ekki lengur leiðast að ryksuga. Maður myndi bara hlusta á brandara, gátur, þýskar vísur eða bara eitthvað sniðugt. Eða jafnvel bara einhverja tóma steypu.
6 Comments:
ókei vá þú ert klikkaður... en þökk sé þer er ég núna með rabbabararúna á heilanum... takk, margfalt takk
Humm..þú ert nú ekkert að gera grín að systur þinni sem lét kaupa handa sér ryksugu í Englandi?? :)
Jú Sverrir lillebró... kíktu á meðfylgjandi link og þá sérðu Henry..
Henry er fjölskyldumeðlimur og hann brosir allan tímann sem hann ryksugar! Henry er innfluttur einkaþjótt frá UK..fyrir fína fólkið..hehe
Eitt sinn kyssti Katrín Henry góða nótt,Katrínu finnst hann svo duglegur að ryksuga..en hey..Katrín er 4 ára,...svona er bara þessi fjölskylda! :)
Hérna er linkurinn:
http://www.vacuumcentre.co.uk/images/henry1.gif
Hann er flottur og alltaf brosandi!
jább...tóm helvítis hamingja alltaf hreint.
Okkar ryksuga er kölluð R2D2 betur þekkt sem vélmennið litla í Star Wars. Hún er lítil, kringlótt silvurlituð, mjög þung en þvílíkt góð, enda er þar Nilfisk gerð á ferðinni.
Sverrir ryksugar samt mjög vel,í alla króka og kima og hefur það líklega frá föður sínum sem var góður í því hef ég heyrt.
En eitt sem ég þoli ekki við ryksugur er lyktin! Það er svokölluð "ryksugulykt" eins og ég kalla hana og er það hinn versti óþverri. Sverrir - varstu búinn að gleyma lyktarkúlunum?
Til þess að sniðganga ryksugulyktina nota ég ryksugulyktarkúlur sem mamma keypti handa mér. Þá læt ég nokkrar kúlur inn í magann á ryksugunni áður en ég byrja og með því kemur hin besta lykt og ég brosi mínu breiðasta yfir ilminum meðan ég er að!
áhg
hahaha....vá hvað ég sprakk úr hlátri! :)
ryksugulyktarkúlur?! Þá ertu að segja að Nilfisktetrið er andfúlt og þú þarft að gefa því "breathmints" áður en það fær að mása og blása..snilld alveg.
En...þið hafið sko ekki ryksugað fyrr en þið hafið prufað eitt stk Henry...hann er meistarinn.
Spurning um að skipuleggja keppni?? hehe
R2D2 á móti Henry?
En...það sem ég hef að segja að lokum er:
"God bless Dimitri" og
"húú dæææd"???
hahahahaha (smá skot á Heiðu)
Post a Comment
<< Home