Saturday, December 02, 2006

Mr. Hot


Mig rak í rogastans þegar ég kom síðast að skrifborðinu mínu á lesstofunni. Það var þakið piparkökum. Og piparkökurnar voru skreyttar þannig að á þeim voru bókstafir eða önnur skilaboð til mín.

Á miðju skrifborðinu stóðu margar piparkökur saman í röð og mynduðu orðið ÁSTARHNOÐRI. Svo voru nokkrar piparkökur á víð og dreif á borðinu. Á þeim stóð meðal annars:

Sverrir!
MR. HOT
ÞÚ + ÉG?

Og svo var ein í viðbót sem var dálítið óljós. Hún var ekki með neinum bókstöfum en það hafði verið teiknað á hana. Ég þurfti að virða hana fyrir mér dágóða stund áður en ég áttaði mig á henni. Mig grunar að sú piparkaka hafi átt að vera reðurtákn þar sem hún var í laginu einsog typpi.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þetta er allt dagsatt. Voru kökurnar góðar??

10:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Nohh...bara leynilegur aðdáandi?? ;)

Alltaf spennó..

12:23 PM  
Blogger Dr. Sverrir said...

Leynilegur aðdáandi sem bakar typpapiparkökur. Þá syngur maður bara: Þegar piparkökur bakast...

9:05 AM  

Post a Comment

<< Home