Friday, November 10, 2006

Framköllun Samdægurs



Í dag var ég minntur á það hvað ég var mikið kjánaprik þegar ég var lítill.

Þegar ég var lítill var ég oft í heimsókn hjá ömmu. Amma bjó í Vesturbænum. Ég var oft að leika mér við Úlfarsfell, verslunarsamstæðuna þar sem hin vinsæla Ísbúð Vesturbæjar er núna. Þar var líka verslun sem hét Framköllun Samdægurs. Reyndar er þessi verslun ennþá á sama stað. Þetta er ritfangaverslun og þar er hægt að fara með filmur í framköllun og fá þær afgreiddar samdægurs, rétt eins og nafnið gefur til kynna.

En þegar ég var lítill áttaði ég mig ekki á nafni þessarar framköllunarsjoppu. Ég stóð nefnileg lengi lengi í þeirri trú að Framköllun Samdægurs héti það vegna þess að maðurinn sem ætti búðina héti Samdægur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home