Sunday, October 29, 2006

Músík og minningar



Það kemur mér oft á óvart hversu sterk tengsl geta myndast á milli tónlistar og minninga. Ef ég heyri tónlist sem ég hlutstaði mikið á einhverjum tíma þá kemur sá tími upp í hugann á mér og allt sem var þá að gerast. Stundum hellast minningarnar bara yfir mann.

Ef ég heyri til dæmis lagið Poison eða Voodoo People með Prodigy þá kemur strax upp í hugann tímabilið sem ég bjó úti í Kaupmannahöfn á árunum 1995-1996. Ég hlustaði mikið á Prodigy á þeim tíma. Ég átti Sony Walkman vasadiskó fyrir kasettur og hlustaði á þessa brjálæðislegu raftónlist á meðan ég gekk í skólann, nánar tiltekið í Hyltebjerg Skole sem er grunnskóli í Vanlöse í Kaupmannahöfn. Ég man þegar bekkjarsystkini mín í skólanum fengu að hlusta á Prodigy hjá mér og urðu hissa. Þau vissu ekki alveg hvað þeim átti að finnast um þessa tónlist. Þau hlustuðu bara á hallærislega danska popptónlist og vissu ekkert um Prodigy. Ein bekkjarsystir mín spurði mig hvað trommarinn í Prodigy héti.
- Altsaa, Svea (hún gat ekki sagt Sverrir), hvad hedder han som spiller paa trommer i Prodigy?
Og ég svaraði.
- Der er ingen som spiller paa trommer i Prodigy. Musikken er elektronisk og er lavet af computere og synthesizere og den slags instrumenter.

Ef ég heyri lög eins og 1979 eða eitthvað annað lag af plötunni Mellon Collie and The Infinite Sadness með Smashing Pumpkins minnir það mig á tímabilið þegar ég var oft í heimsókn hjá Árna Helgasyni vini mínum þar sem við vorum gjarnan í tölvuleiknum Championship Manager.



Ef ég heyri Yellow eða eitthvað annað lag af plötunni Parachutes með Coldplay þá finnst mér ég vera kominn aftur í menntaskóla á tímabilið þegar það var verkfall og ég byrjaði með fyrstu kærustunni minni. Þá vann ég líka á Flögu hf við það að setja saman svefnrannsóknartæki.



Ef ég heyri eitthvað lag með Led Zeppelin af plötunum I-IV þá finnst mér ég vera kominn aftur til vorsins 2002 þegar ég vann sem málari og verkamaður hjá Málarakompaníinu. Þá átti ég rauðan Volksvagen Golf og hlustaði alltaf á Zeppelin þegar ég var á leiðinni í vinnuna.


Ef ég heyri lag eins og Waiting for My Man eða Femme Fatale með Velvet Underground & Nico þá minnir það mig á sumarið í hitteðfyrrasem þegar ég bjó á Hringbrautinni í íbúðinni sem Þórbergur Þórðarson rithöfundur bjó í á sínum tíma.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Oft hefur Kaleikur vakið upp góðar minningar :)

5:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sleipur í dönskunni Svea
kv. Gunnþórunn

8:48 AM  

Post a Comment

<< Home