Tuesday, October 03, 2006

Lesstofan á Barónsstíg


Ég var að skoða myndir frá lesstofu læknanema í heilsuverndarhúsinu á Barónsstíg. Þar var ég að lesa á 4. ári í vor. Það rifjaðist mjög hratt upp fyrir mér hvað þetta var ótrúlega súr tími.



Hérna er ég í miðri lestrartörninni. Mér og félögum mínum þótti það ekkert eðlilega fyndið að ég skyldi mæta í vöðlubuxunum mínum á lesstofuna. Það sést líka mjög greinilega hvað ég var ofboðslega frískur og hress í próflestrinum.


Hérna er ég að þykjast skrúbba mig inn í aðgerð í upplímdum vaski. Við fundum vask og okkur fannst ekkert sjálfsagðara en að líma hann upp á vegg í lesstofunni. Og okkur þótti það líka alveg ótrúlega fyndið. Vaskurinn var reyndar svo þungur að við þurftum síðar að setja undir hann stól.


Hérna er Siggi Árna bekkjarbróðir minn að veita mér verðlaun fyrir eitthvað sem ég veit ekki hvað var. Ég vissi það heldur ekki þá. Ég fékk plakat af heilanum í verðlaun bara fyrir eitthvað. Okkur þótti það ekkert smá fyndið að fá plakat af heilanum í verðlaun. Og bleika skyrtan sem Siggi er í... við fengum hana í þvottahúsinu og við hlógum að henni í marga daga.

Já, það var nokkuð súr stemmning á Barónsstígnum.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég er stolt af því hvað þú ert sýrður...við erum það öll í okkar fjölskyldu. Sumir eru eðlilegir...við erum eðluleg.

6:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hó Sverrir frændi minn...

Það jafnast ekkert á við góða próflestrarstemningu.. ég fékk einu sinni svo mikin svefngalsa að ég var rekin fram á gang... og í hvert skipti sem að ég nálgaðist stofuna aftur þá missti ég mig úr hlátri.. endaði með því að leggja mig í klukkutíma og halda svo áfram að læra...

Maður er líka eitthvað svo brúnn, nýklipptur og óvenju hress á þessum tímum.

Stella frænka

8:24 AM  
Blogger helgabarn said...

Sem við Inga lásum gegnum fyrirlestra í sýklafræði rákumst við á eftirfarandi setningu: "Alheimsfaraldur gekk yfir Evrópu á 19. öldinni". Þetta fannst okkur fyndið. Hinsvegar fór setningin: "Maður er ekki óhultur innan dýra..." alveg með okkur. Hlátursköstin óma enn um Stúdentagarðinn. Já, lítið þarf til að gleðja í prófatíð. Njótum þess nú bara segi ég.

3:37 PM  

Post a Comment

<< Home