Sunday, September 24, 2006

Hlerað í búningsklefanum


Ég var að koma uppúr sundlauginni og var að klæða mig í fötin í búningsklefanum. Á meðan heyrði ég samtal lítillar stúlku og föður hennar.

- Pabbi, afhverju eru strákar með typpi?
Þá kom nokkuð löng þögn. En svo svaraði pabbinn.
- Eins og ég var búinn að segja þér, þá setja þeir það inn í mömmu og þá koma börnin.


Spurning og svar. Einfalt.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Svo getur maður reynt að úskýra of mikið...þ.e. smáatriði..og lent í smá klandri ;)

Þegar Snorri spurði mig hvernig börnin yrðu til..hann vissi þetta með hvað þyrfti að gerast...en hvað nákvæmlega myndi gerast vildi hann vita.

Og þetta var fyrir 1-2 árum ca.Hann var ca 6 ára.

Ég útskýrði það að allar konur hefðu egg...og það þyrfti að frjóvgast..ofrv.

Og með hverri útskýringu sá ég að hann var orðinn pirraður...

Og svo allt í einu rétt hann hendina fram, til að stoppa mig að tala.

Og sagði frekar hátt: "EGG???"

Að konur hafa EGG inni í sér????

Hvað heldurðu eiginlega að þú sért???HÆNA??

Og svo bætti hann við: " Mamma þú bara greinilega veist ekkert um þetta mál"...og fór inn í herbergi að leika.

Stundum útskýrir maður of mikið... :) En ég gleymdi að útskýra með stærð eggsins.....það er erfitt að vita hvenær maður á að hætta ;)

Katrín er 4 ára núna og hún vill eignast systir....en hún vill eignast eldri systir...það var líka pínu erfitt að útskýra það ..hehe

12:56 AM  

Post a Comment

<< Home