Monday, September 25, 2006

Nei, við seljum ekki bjór en við seljum titrandi typpahringi



Ég hef verið nokkuð ötull við það undanfarið að versla inn í matvörubúðum. Og þar sem ég hef ekkert sérstaklega gaman að því að ýta á undan mér innkaupakörfu og velja ofaní hana þá á ég auðvelt með að missa einbeitinguna þegar ég sé eitthvað sem fangar athyglina.

Við kassann í nokkrum matvöruverslunum (m.a. Nóatúni og 10-11) er oftar en ekki að finna hillu eða stand frá smokkaframleiðandanum Durex. Það væri svosem ekkert í frásögur færandi ef þessi standur væri aðeins með úrvali af smokkum. En í þessum stöndum eru ekki bara smokkar. Og reyndar er bara örlítill hluti af þessum standi notaður undir smokka. Megnið af vörunum í standinum er af öðrum toga. Þetta er alls kyns unaðsaukandi dót fyrir kynlífið. Þar má nefna sleipiefni, nuddolíur og einn hlut í viðbót sem fær mann til að staldra við. Við erum að tala um titrandi typpahringi eða vibrating cock ring eins og hann heitir á ensku. Slíkur gripur fæst víst aðeins í svæsnustu (hardcore) kynlífsbúðum í útlöndum. En hérna heima getur maður keypt titrandi typpahring í sömu búð og maður kaupir mjólk og brauð.

Og það sem meira er... maður getur ekki keypt bjór í sömu búðinni og maður kaupir titrandi typpahringi. Á Íslandi kaupir maður titrandi typpahringi í 10-11 en bjórinn verður maður að kaupa í Ríkinu.



- Já, góðan daginn, seljið þið bjór?
- Nei, því miður. Við seljum bara mjólk, brauð og titrandi typpahringi.
- Já, ég fæ þá bara mjólk og brauð og einn titrandi typpahring.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Góður!!!

-ÖPR

8:16 AM  

Post a Comment

<< Home