Monday, October 16, 2006

Múslí í lestrartörn



Jæja núna var enn ein lestrartörnin að klárast. Ég kláraði barnalæknisfræðikúrsinn í dag. Skriflegt próf og munnlegt próf og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta gekk mjög vel.

Eins og alltaf þegar maður er í prófastússi þá hrúgast ýmislegt upp sem maður hefur ekki tíma til að sinna. Maður fer á fætur, borðar, er á spítalanum yfir daginn og eftir það er lesið langt fram á kvöld. Enginn tími til að gera neitt annað.

Ég tók eftir því að múslípakkarnir hrúguðust upp inní eldhúsi. Ég keypti alltaf nýjan og nýjan pakka og hugsaði með mér ég hendi bara þessum tómu á morgun. Svo bara allt í einu var ekki þverfótað fyrir múslípökkum í eldhúsinu.



Múslípakkarnir hrúguðust upp í eldhúsinu.



Og að lokum var ekki þverfótað fyrir þeim.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jesús minn, Sverrir Ingi Gunnarsson...þú..og pabbi...þið eruð nákvæmlega eins! hahahaha múslí múslí múslí.....

Næst færðu þér gullkeðju og ferð að búa til litla tjörn í garðinum fyrir fiskana þína ;)

3:49 AM  

Post a Comment

<< Home