Saturday, October 07, 2006

Fólk bloggar mismunandi



Sumir blogga svona:
Hallo, í dag fór ég í skólann og eftir skólann fór ég í fiðlutíma. Svo fór ég heim og gaf Gussa hamstrinum mínum að borða. Svo borðaði ég kvöldmat. Það var fiskur og kartöflur. Ég hlakka til að fara í Þórsmörk næstu helgi með mömmu og pabba og afa og ömmu og langömmu.


Aðrir blogga svona:
Stefna Framsóknarflokksins í utanríkismálum hefur ekki verið færð til betri vegar. Á síðasta flokksþingi var samþykkt að lækka ekki innflutningstolla á kjöti. Steingrímur J Sigfússon fer mikinn þegar hann talar um kjöt. Það ætti að fá Steingrím í Framsóknarflokkinn til að tala um kjöt.


Enn aðrir blogga svona:
Tarfurinn fór á feitt djamm með dúddunum um helgina. Fórum fyrst í gymmið á nýja Vipernum hans Hödda og pumpuðum okkur í drasl. Við hittumst svo heima hjá Johnný og fengum okkur nokkra ískalda. Fórum síðan í Smirnoff ICE FM957 Partý á Pravda. Höstlaði heví flotta gellu og reið henni á kátsinum (á sófanum dúd!) hjá fyrrverandi tengdó en þau eru útá Kanarí og gleymdu að láta mig skila lyklinum. Gellan bað mig um að brunda á brjóstin á sér og hún var að fíla það í botn yeaaaaaaahhhh!!!

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

og þú bloggar um blogg

Það er eitt við bloggin þín, Sverrir, maður heyrir þig lesa þau þegar maður les þau... Veit ekki afhverju?

7:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

shit, þarf ég nú að fara að vanda mig í blogginu og hafa eitthvað vit í því?? ;)

7:17 AM  
Blogger Árni said...

Hahahaha!

Þetta er alveg megafyndið. Ég sé þig klárlega sem Tarfinn að athafna sig heima hjá fyrrverandi tengdó. Ég sjálfur myndi hins vegar augljóslega falla undir flokk númer 2 - mjög áhugavert að lesa um kjötpælingar Steingríms Joð á þingi framsóknarmanna. Mmmmmmmm.

8:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Free [url=http://www.globalsba.com/online-invoicing.htm]free invoice creator[/url] software, inventory software and billing software to design professional invoices in one sec while tracking your customers.

2:54 AM  

Post a Comment

<< Home