Wednesday, October 25, 2006

Bílastæði til sölu




Ég fór í ræktina um daginn. Ég lagði bílnum og um leið og ég var að stíga út úr honum heyrði ég kallað: Bílastæði til sölu.

Ég leit í kringum mig en sá ekki neinn. Svo stuttu síðar þegar ég var kominn með íþróttatöskuna úr aftursætinu heyrði ég þetta kallað aftur. Bílastæði til sölu.

Það var greinilegt á röddinni að það var krakki sem var að hrópa, mjög líklega einhver strákur. Ég gekk í áttina að líkamsræktarstöðinni og svipaðist um á leiðinni. Svo alltíeinu var kallað aftur og þá var það alveg við hliðina á mér. Þar stóð strákpjakkur í auðu bílastæði. Þar stóð hann bara og horfði á mig.

Ég stoppaði og ákvað að spyrja hann.
- Ertu að selja bílastæði?
Hann hélt áfram að horfa á mig dágóða stund og svaraði síðan.
- Nei, ég er bara að selja þetta bílastæði til þess að einhver komi.

Ég stóð kyrr á meðan ég reyndi að fá botn í svarið. Ég skildi ekki baun í svarinu og vissi þaðan af síður hvað ég ætti að segja næst. Síðan hrökk upp úr mér: Jáhá.

Svo hélt ég áfram að ganga. Og rétt áður en ég var kominn inn snéri ég mér við fyrir tilviljun. Þá voru tvær rosknar konur að labba framhjá stráknum. Stráksi sá sér þá leik á borði. Hann fór alveg upp að þeim og hrópaði eins hátt og hann gat: Bílastæði til sölu!!!!!

2 Comments:

Blogger helgabarn said...

Kannski er hann bara Einar Ben sinnar kynslóðar...

11:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

Krakkar hafa fjörugt ímyndunarafl.
Þegar þú varst lítill gutti...þá hélstu því fram að þú hefðir séð hákarl í Elliðaánum.

Þú ætlaðir líka að eignast hest þegar þú yrðir eldri. Hann átti að heita Faxi en þú ætlaðir að kalla hann Snata.

8:24 AM  

Post a Comment

<< Home