Thursday, November 02, 2006

Allt að gerast í eldamennskunni



Ég tók mig til og eldaði kvöldmat fyrir fjölskylduna. Það mætti segja að þetta hafi verið fyrstu skrefin mín í almennilegri kokkamennsku fyrir utan nokkrar ommilettur, hamborgara og svoleiðis basic stöff. Í matinn var gráðostafyllt grísasnitzel í raspi með kartöflum framreidd með gulum maísbaunum og salati. Þetta tókst bara prýðisvel. Snitzelin voru hæfilega steikt og gráðosturinn kom vel út. Ég er að hugsa um að kokka aftur um helgina. Kannski að ég eldi mexíkanskt kjúklinga burritos en ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað það verður.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home