Tuesday, October 31, 2006

Lesstofan í Ármúla



Lesstofa læknanema á 3-6. ári er flutt úr Barónsstígnum að Ármúla 30. Við erum nýbúin að flytja og þetta er allt á byrjunarstigi. Lesborðin og nokkrir stólar eru komnir en mestallt góða stöffið eins og ísskápar, örbylgjuofnar og sófar eru ennþá á Baró. Vonandi fáum við það bráðum.

Eins og er erum við aðeins örfá sem lesum í nýju lesstofunni. Þetta er eins og að vera landkönnuður. Stemmningin er góð en það veit enginn almennilega hvernig á að haga sér. Menn eru svoldið mikið að ráfa um og segja eitthvað sem er út í bláinn en það á eftir að koma reynsla á hlutina.

Sumir eru í einkaherbergjum en aðrir eru í stóru lesrýmunum. Ég krækti mér í mjög gott lesherbergi og er það er ríkidæmi mitt eins og stendur.

Hérna er ég alveg chillaður í einkaherberginu mínu. Sennilega að hugsa um að fara jafnvel að lesa eitthvað.


Eftir dálitla umhugsun ákvað að glugga aðeins í bók. Þarna er ég að lesa fæðingalæknisfræði. Ansi spennandi.


Eftir að hafa lesið í smá stund leit ég upp til þess að velta því aðeins fyrir mér sem ég hafði lesið. En þegar ég komst að því að ég mundi ekki neitt af því þá ákvað að fara bara inn í eldhús.



Hérna er ég kominn inn í eldhúsið. Og eins og sést á myndinni er eldhúsið okkar mjög frumstætt. Þar er aðeins að finna samlokugrill, brauðrist og vatnshitara. Mig langaði annað hvort í AB-mjólk eða 1944 lasagne. En hvað átti ég að gera? Setja AB-mjólkina í vatnshitarann og lasagnað í brauðristina? Eða öfugt? Að lokum fékk ég mér bara kex.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Bíddu nú hægur? Einkaherbergi? Hvurslags fínheit eru það? Ertu kannski orðinn félagsfæla og getur alls ekki hugsað þér að tala við samnemendur þína? Það þyrfti bara að halda kokteilboð þarna svo fólk geti kynnst almennilega. Kominn tími á það. Jafn vel búinn og þú ert af matvöru hlýturðu að geta séð um veitingarnar.

-Sólveig

1:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Eru þetta afleiðingar þess að býtibúrskonur eru að leggja þig í einelti? Eða fjölelti því að þær voru svo margar?

Má ég þá búast við því að þú stökkvir hér yfir til mín og fáir þér t.d. einn cappuccino eða hvað? ;)

3:01 AM  
Blogger Dr. Sverrir said...

Já.

12:56 PM  

Post a Comment

<< Home