Thursday, November 09, 2006

Massastemmning á lesstofunni



Já, það er sko rífandi stemmning núna á lesstofunni. Menn eru búnir að hrista af sér slenið og komnir í gírinn. Allskonar nýir hlutir eru komnir í hús og fólk er farið að slá á létta strengi. Það er ekkert verið að grenja yfir bókunum núna, annaðhvort er maður stöðugt flissandi eða í hláturskrampa.




Við erum búin að setja upp Tuborg Julebryg fánann og þetta er bara einsog í massagóðu partýi.


Ég er búinn að setja upp dyrasíma á herbergið mitt. Ég hengdi hann bara beint á hurðina. Og það er sko fullt af fólki búið að vera hringja og gera at í mér með dyrasímanum og við höfum hlegið mikið að þessu. En dyrasíminn er ekki tengdur því að ég er búinn að týna snúrunni. Það getur líka verið bara gott að hafa dyrasímann ótengdan því að ef það kemur t.d. geðveikt sæt gella í playboy kanínubúningi að spyrja eftir mér þá vil ég ekkert bara tala við hana í dyrasíma um hitt og þetta blablabla. Ég vil auðvitað koma til dyra og hitta kanínuna!


Svo er líka alltaf hægt að bregða á leik með eldfimu efnunum sem við erum með í einu af herbergjunum. Það getur verið viðbjóðslega fyndið að kasta logandi tilraunaflösku yfir einhvern sem er eitthvað að detta úr stuði.



Svo ef maður er alveg búinn á því eftir gott lesstofupartý þá getur maður bara farið að sofa á næstumþví tvíbreiðu uppblásnu dýnunni og vaknað ferskur í eftirpartýið.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það virðist nú ekkert vera of þægilegt að sofa þarna haha.
en áfram juletuborg! go´jul og godt tub´ar
heidi

9:19 AM  

Post a Comment

<< Home