Sexý Subway
Kvöldmaturinn minn í dag var á Subway í Skeifunni. Það er svosem ekki í frásögur færandi nema afþví að þar gerðist svolítið hressandi.
Þegar ég kom inn gekk ég rakleitt að afgreiðsluborðinu og pantaði mér Subway bræðing í parmesan oregano brauði. Það var stelpa að afgreiða mig. Og þar sem ég stóð og horfði á hana setja áleggið á bátinn tók ég eftir einhverju krassi á innanvert á vinstri framhandleggnum. Þar hafði eitthvað verið skrifað með svörtum tússi.
Af forvitni reyndi ég að rýna í það sem þar stóð. Hendurnar hennar fóru hratt fram og til baka með áleggið þannig að ég átti erfitt með að sjá hvað þetta var. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að spyrja hana hvað stæði á hendinni á henni. Ég hugsaði bara jújú afhverju ekki og lét spurninguna vaða.
- Hvað stendur þarna?
Hún hætti að föndra við bátinn og leit upp.
- Ha? Hvar?
- Hvað stendur þarna? Og ég benti á höndina hennar.
Hún leit þangað sem ég benti. Svo fór hún rosalega hjá sér. Varð feimin og vandræðaleg en samt svona hálfbrosandi og var að hugsa sig um hvað hún ætti að segja.
- Gvvvvuuuuuððððð.......... Æi.... Og svo brosti hún enn meira. Og eftir stutta þögn hélt hún áfram.
- Sko við vorum í íslenskutíma og við áttum að beygja sagnir í kennimyndum. Ég og vinkona mín áttum að beygja sögnina "að ausa". Og það endaði með að vinkona mín sagði "ég jósaði" í þátíð.
Og þegar hún hafði sleppt síðasta orðinu brosti hún út að eyrum og flissaði pínulítið. Svo sýndi hún mér hvað stóð á handleggnum. Þar stóð stórum stöfum:
Ég jósaði :)
Kvöldmaturinn minn í dag var á Subway í Skeifunni. Það er svosem ekki í frásögur færandi nema afþví að þar gerðist svolítið hressandi.
Þegar ég kom inn gekk ég rakleitt að afgreiðsluborðinu og pantaði mér Subway bræðing í parmesan oregano brauði. Það var stelpa að afgreiða mig. Og þar sem ég stóð og horfði á hana setja áleggið á bátinn tók ég eftir einhverju krassi á innanvert á vinstri framhandleggnum. Þar hafði eitthvað verið skrifað með svörtum tússi.
Af forvitni reyndi ég að rýna í það sem þar stóð. Hendurnar hennar fóru hratt fram og til baka með áleggið þannig að ég átti erfitt með að sjá hvað þetta var. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að spyrja hana hvað stæði á hendinni á henni. Ég hugsaði bara jújú afhverju ekki og lét spurninguna vaða.
- Hvað stendur þarna?
Hún hætti að föndra við bátinn og leit upp.
- Ha? Hvar?
- Hvað stendur þarna? Og ég benti á höndina hennar.
Hún leit þangað sem ég benti. Svo fór hún rosalega hjá sér. Varð feimin og vandræðaleg en samt svona hálfbrosandi og var að hugsa sig um hvað hún ætti að segja.
- Gvvvvuuuuuððððð.......... Æi.... Og svo brosti hún enn meira. Og eftir stutta þögn hélt hún áfram.
- Sko við vorum í íslenskutíma og við áttum að beygja sagnir í kennimyndum. Ég og vinkona mín áttum að beygja sögnina "að ausa". Og það endaði með að vinkona mín sagði "ég jósaði" í þátíð.
Og þegar hún hafði sleppt síðasta orðinu brosti hún út að eyrum og flissaði pínulítið. Svo sýndi hún mér hvað stóð á handleggnum. Þar stóð stórum stöfum:
Ég jósaði :)
3 Comments:
snilld ;)
Svona reddingar,mismæli og öfugsnúnir málshættir eru í uppáhaldi hjá mér.
Var þetta hugguleg stúlka?
Auðvitað... annars hefði ég ekki spurt hana ;)
Post a Comment
<< Home