Wednesday, December 06, 2006

Á stofuborðinu


Þegar ég er einn heima á ég það til að leggja frá mér hluti á stofuborðið. Og stundum hrúgast þeir upp. Ef maður horfir yfir borðið er hægt að sjá hvað ég hef verið að bardúsa síðastliðna daga.
Á stofuborðinu í dag er þetta:

Geisladiskurinn Aqualung með Jethro Tull
Skrifað eintak af Aqualung því að sumir diskanna sem ég keypti í USA virðast ekki virka í geislaspilaranum í jeppanum
Blood on The Tracks með Dylan
The Freewheelin' Bob Dylan
Tvö gluggaumslög frá bankanum sem innihalda yfirlit yfir debetkortafærslur s.l. tímabils
Lykill að búningsherberginu á Barnaspítalanum
Bíllyklar
Otrivin nefúði af því að ég var með kvef
Tvær greinar um meðfædd ósæðarþrengsli (coarctation of the aorta) - fyrir rannsóknina mína
Tvöhundruð krónur í klinki

3 Comments:

Blogger Ingibjörg góða! said...

Mér virðist sem dagarnir hafi einkennst af tiltölulega leiðinlegri og deprimerandi tónlist, kvefi, æðarþrengslum, blankheitum og einmannalegum bíltúrum......
Þú ert samt heppinn - þú átt frænku sem er stolt og ánægð með uppáhalds, fallega og óþarflega sjarmerandi frænda sinn.

2:25 AM  
Blogger Dr. Sverrir said...

Ég veit :)

9:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Æji þið eruð lummur, það liggur við að manni gæti þótt vænt um ykkur ;)

1:29 PM  

Post a Comment

<< Home