Sunday, January 07, 2007

Ráðstefna, skíði og fjör


Núna er ég búinn að panta flugmiða til Noregs á ráðstefnu um hjartaskurðlækningar. Ráðstefnan er í byrjun febrúar og er haldin árlega. Hún er fyrir læknanema og unga vísindamenn sem hafa unnið við rannsóknir í hjartalæknisfræði.

Ráðstefnan er í bænum Geilo sem er þekktur fyrir sín frábæru skíðasvæði. Ég fer þangað ásamt nokkrum félögum mínum í læknadeild. Við erum allir að vinna að rannsóknum undir handleiðslu sérfræðinga við hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans. Þarna verður semsagt hlustað á fyrirlestra og skíðað.

Í tilefni af þessu fór ég og keypti mér nýjan brettajakka. Þetta er Sessions jakki og ég er mjög ánægður með hann. Ég held að þetta sé akkúrat jakki sem maður þarf á svona ráðstefnu, já þetta er örugglega mjög góður svona skíðaráðstefnu jakki.


3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Glæsilegur jakki ;)
Og frábært að þú sért að fara á þessa ráðstefnu, mjög góð reynsla fyrir þig.

2:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Herre Gud!! Det var jo den eneste rigtige legere-ski-jakken !! Tror du bir vakker i den. Nu maa vi bare se om du ikke fallder paa rassen i den her jakken...Vær nu lidt sikker og ta nogle rasse-band-aider med i din resekoffort!! Gode rejse fra din tante Hjördís:)

12:31 PM  
Blogger Dr. Sverrir said...

Tak for det min kære tante, det bliver sikkert en god rejse. Vi skal ha' det rigtig sjovt og ha' en kæmpe superduperfest og lave megen ballade i bjergene. Hva fanden skal man lave andet i saaden en rejse! Vi skal ikke i solen paa strænderne i Mallorca, nej vi skal paa ski og lære hjertelægevidenskab i Norge!!

3:27 PM  

Post a Comment

<< Home