Thursday, December 28, 2006

Jólin... jólin


Jólin hafa verið fín. Alveg hreint stórfín. Á aðfangadag fór ég í messu. Presturinn var akfeitur og latur. Hann virtist ekki nenna að halda messuna. Hann sagði ekki neitt skemmtilegt eða hugvekjandi. Það var eins og hann væri reyna að segja ég nenni þessu ekki mig langar bara að panta pizzu og detta í það. Afhverju sagði hann það ekki bara? Menn verða koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Engar málalengingar. Bara partý í kirkjunni og málið er dautt.

Svo fór ég heim og borðaði rjúpur. Það voru dýrindis rjúpur. Opnaði síðan pakkana. Fékk fullt af góðu stöffi. DVD-spilara, fluguveiðistöng, monnínga, skrifborðslampa, bækur, sokka, nærbuxur, leðurhanska og sitthvað fleira sem ég man ekki. Mér finnst leiðinlegt að fá föt. En harðir pakkar eru skemmtilegir. Ég hef semsagt ekkert breyst frá því ég var lítill.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home