Tuesday, February 20, 2007

Gaman í Geilo


Það var rosa fjör í Geilo. Ráðstefnan heppnaðist vel og þar var margt mjög áhugavert til umfjöllunar. Það var líka mjög skemmtilegt á skíðum. Gott færi og frábærar brekkur. Í lokin á ráðstefnunni var "wetlab" þar sem við fengum að sauma gervihjartalokur í svínshjörtu undir handleiðslu sérfræðinganna.


Íslensku ráðstefnukrakkarnir. Frá vinstri: Steinn, ég, Hannes, Sæmi og Guðrún Fönn.



Bjarni Torfason yfirlæknir kennir mér og Guðrúnu handtökin við að sauma í hjarta.

Saturday, February 03, 2007

Já, ég er að læra fyrir próf



Lítið um blogg. Meira svona að hanga við skrifborðið að lesa og lesa augnlæknisfræði. Myndin sem fylgir þessari færslu er til þess að greina litblindu. Þetta er svokölluð Ishihara plate. Þeir sem eru litblindir eiga ekki að geta séð töluna sem er á myndinni og geta þar af leiðandi ekki vitað hversu gamall ég varð þegar ég átti afmæli 22. janúar síðastliðinn.