Sunday, March 18, 2007

Stórslysaæfing læknanema


Læknanemar við HÍ voru með stórslysaæfingu í gær í Öskjuhlíðinni. Sett var upp flugslys þar sem yngri árin léku sjúklinga og eldri nemar voru við björgunar- og lækningastörf. Sjúklingarnir voru meðal annars baðaðir í gerviblóði og í rifnum og tættum fötum. Nokkrir aðilar frá Hjálparsveit Skáta voru með í leiknum og einnig læknir frá slysa- og bráðadeild Landspítalans.

Þetta var svaka stuð. Morgunblaðið mætti á svæðið og fréttin kom á mbl.is. Hérna má lesa fréttina. Á myndinni sjást ég (þessi með húfuna) og Sigurgeir Trausti á 6. ári hlúa að einum "stórslösuðum" sjúklingi.