Sló skjaldborg um sjálfan sig
Hreinn P. Njálsson, jarðfræðingur, tók til sinna ráða í kreppunni fyrir nokkrum dögum. "Já, það er alltaf verið að slá skjaldborg um hitt og þetta í kreppunni þannig að ég tók bara fram gamla víkingaskjöldinn", segir Hreinn í viðtali. "Allt hefur gengið mun betur eftir þetta, maður er ekki nærri jafn berskjaldaður gagnvart vöxtum og háu matarverði....hehe svoleiðis nær sko ekki í gegnum skjaldborgina mína."
Aðspurður segist Hreinn taka skjöldinn með sér hvert sem hann fer. "Jájá, heldur betur. Ég tek hann með í búðir og sérstaklega þegar ég fer í bankann, þessi ruslaralýður sem er alveg á kúpunni ætti fara að mínu fordæmi. Ég hristi bara skjöldinn framan í gjaldkerann ef hann reynir að klína upp á mig vaxtagreiðslum eða öðrum ófögnuði af því tagi."
Hreinn segist ennfremur ekki hafa lent í alvarlegum útistöðum vegna skjaldarins. "Nei, ekki enn sem komið er. Ég fór í bíó um daginn og tók auðvitað skjöldinn með. Þar voru nokkir sem reyndu að mótmæla og vísa mér á dyr. Ég spurði bara á móti hvort ert það þú eða ég sem er að borða ódýrt poppkorn ha? Þetta er bara spurning um að slá um sig skjaldborg."
Hreinn P. Njálsson, jarðfræðingur, tók til sinna ráða í kreppunni fyrir nokkrum dögum. "Já, það er alltaf verið að slá skjaldborg um hitt og þetta í kreppunni þannig að ég tók bara fram gamla víkingaskjöldinn", segir Hreinn í viðtali. "Allt hefur gengið mun betur eftir þetta, maður er ekki nærri jafn berskjaldaður gagnvart vöxtum og háu matarverði....hehe svoleiðis nær sko ekki í gegnum skjaldborgina mína."
Aðspurður segist Hreinn taka skjöldinn með sér hvert sem hann fer. "Jájá, heldur betur. Ég tek hann með í búðir og sérstaklega þegar ég fer í bankann, þessi ruslaralýður sem er alveg á kúpunni ætti fara að mínu fordæmi. Ég hristi bara skjöldinn framan í gjaldkerann ef hann reynir að klína upp á mig vaxtagreiðslum eða öðrum ófögnuði af því tagi."
Hreinn segist ennfremur ekki hafa lent í alvarlegum útistöðum vegna skjaldarins. "Nei, ekki enn sem komið er. Ég fór í bíó um daginn og tók auðvitað skjöldinn með. Þar voru nokkir sem reyndu að mótmæla og vísa mér á dyr. Ég spurði bara á móti hvort ert það þú eða ég sem er að borða ódýrt poppkorn ha? Þetta er bara spurning um að slá um sig skjaldborg."